Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

15. júní 2023

Magnús hvetur Hólmara til að láta til sín taka á landsmótinu

„Við Hólmarar eigum öflugt íþrótta- og afreksfólks á öllum aldri og ég hef fulla trú á að heimamenn láti til sín taka á mótinu,“ segir Magnús Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Stykkishólms. Eins og landsmenn vita fer Landsmót UMFÍ 50+ fram í Stykkishólmi dagana 23. – 25. júní næstkomandi.

12. júní 2023

Jón í stjórn Almannaheilla - Einar Haraldsson skoðunarmaður reikninga

Tómas Torfason er nýr formaður Almannaheilla. Töluverðar breytingar urðu á stjórn Almannaheilla í síðustu viku. Jón Aðalsteinn, starfsmaður UMFÍ tók þar sæti í stjórn fyrir hönd UMFÍ. Einar Haraldsson frá Keflavík, íþrótta- og ungmennafélagi er skoðunarmaður reikninga.

12. júní 2023

Hvaða hasar verður í gangi í Stykkishólmi?

Það verður nóg um að vera á Landsmóti UMFÍ 50+ í Stykkishólmi um Jónsmessuna. En hvað ætli gerist þar? Á mótinu í Borgarnesi í fyrra fóru tveir keppendur í göngufótbolta svolítið fram úr sér á vellinum og meiddust með þeim afleiðingum að þeir urðu að hætta leik þá hæst bar.

08. júní 2023

Gunnhildur er nýr framkvæmdastjóri HSH

„Ég er alin upp á héraðsmótum, sundmótum, á íþróttavellinum á Lýsuhóli. Þess vegna sé ég heilmikil tækifæri fyrir okkur á sambandssvæðinu,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem nýverið var ráðin framkvæmdastjóri Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH).

05. júní 2023

Hitta gamla mótherja í Stykkishólmi

Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í Stykkishólmi um Jónsmessuna. Mótið hefur verið haldið í meira en áratug og fólk yfir miðjum aldri af öllu landinu tekið þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni og prófað ýmsar íþróttagreinar. Jóhann Steinar Ingimundarson er formaður UMFÍ og ræddi um mótið í Garðapóstinum.

02. júní 2023

Óskar endurkjörinn formaður UÍF

Óskar Þórðarson var endurkjörinn formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) á ársþingi sambandsins sem haldinn var á Ólafsfirði á miðvikudag. Ágætlega var mætt á þingið eða 22 þingfulltrúar af 31. Haukur Valtýsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, var gestur þingsins fyrir hönd UMFÍ.

02. júní 2023

Skil á starfsskýrslum lengd til 15. júní

„Skýrsluskil eru aðeins hægari nú en í fyrra. Það skýrist líklega af því að ekki hafa öll félög haldið aðalfundi og ársreikningar ekki tilbúnir,“ segir Elías Atlason, umsjónarmaður með starfsskýrsluskilum íþróttahéraða og íþróttafélaga þar undir. Skil á skýrslum eru til 15. júní.

01. júní 2023

Guðrún og fjölskylda er spennt fyrir landsmótinu

„Við erum mjög spennt fyrir mótinu í bænum. Hér verður fullt af fólki í bænum og mikið í boði, bæði viðburðirnir í kringum Landsmót UMFÍ 50+ og Danska daga,“ segir Guðrún Björg Guðjónsdóttir, íbúi í Stykkishólmi.

01. júní 2023

Aðalfundur Æskulýðsvettvangsins

Aðalfundur Æskulýðsvettvangsins fór fram í dag. Þetta var hefðbundinn fundur sem haldinn var í húsnæði KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík. Tómas Ingi Torfason, framkvæmdastjóri félagasamtakanna og formaður Æskulýðsvettvangsins, bauð gesti velkomna.