Fara á efnissvæði

Ungt fólk og lýðræði

Fréttir

Ungt fólk og lýðræði

10. september 2022

Ungt fólk og lýðræði: Saman hægt að lyfta grettistaki

„Ekkert verður til af sjálfu sér og flest allt verður til með samstarfi og samvinnu,‟ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ. Hann setti ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem fram fer í húsnæði gamla Héraðsskólans á Laugarvatni um helgina.

09. september 2022

Embla: Peppuð fyrir ráðstefnu ungs fólks

„Ég er ótrúlega peppuð og spennt fyrir helginni, sérstaklega að sjá þátttakendur kynnast öðrum ráðstefnugestum, hlusta á skoðanir annarra og mynda sér skoðanir,“ segir Embla Líf Hallsdóttir, formaður Ungmennaráðs UMFÍ sem heldur ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði á Laugarvatni um helgina.

09. september 2022

Anna Steinsen: Jákvæðir leiðtogar eru til fyrirmyndar

„Jákvæði leiðtogar haga sér vel og eru glaðir. Neikvæðir leiðtoga geta verið vinsælir en þeir haga sér hins vegar ekki vel, skilja fólk útundan og dæma aðra,‟ segir Anna Steinsen, fyrirlesari frá KVAN. Hún hélt erindi á fyrsta degi ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði.

17. september 2020

Forseti Íslands: Listin að læra af liðinni tíð

„Það sem þið takið ykkur fyrir hendur á að vera erfitt. Ef það er ekki erfitt, þá er það ekki þess virði að taka eitthvað að sér,‟ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann hélt ávarp við setningu ungmennaráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir í Hörpu.

16. september 2020

Soffía: Öðlast dýrmæta reynslu í Ungmennaráði UMFÍ

„Ég hef aldrei áður komið á ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði og verður þetta fyrsta skiptið. En ég hef tekið þátt í undirbúningnum. Í Ungmennaráði UMFÍ hef ég líka öðlast reynslu sem erfitt er að fá annars staðar,“ segir Soffía Meldal Kristjánsdóttir, sem situr í Ungmennaráði UMFÍ.

12. september 2020

Ástþór í ungmennaráði UMFÍ: Ungt fólk hefur áhrif!

„Ungt fólk vill hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Áhrif COVID-19 á málefni ungs fólks eru auðvitað gríðarleg. En okkur stendur ekki á sama. Þótt heimsfaraldur geysi þá kýs ungt fólks að hittast, ræða saman og reyna að hafa jákvæð áhrif á líf sitt,‟ segir Ástþór Jón, formaður Ungmennaráðs UMFÍ.

08. janúar 2020

UMFÍ og ÍBR hlutu styrk frá Erasmus+

Verkefni UMFÍ og ÍBR voru á meðal þeirra sextán verkefna sem hlutu styrk úr október umsóknarfresti 2019 hjá Erasmus + áætluninni. UMFÍ hlaut styrk fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fer 1. – 3. apríl næstkomandi.

07. maí 2019

Lilja lýsir yfir ánægju með ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem haldin var í Borgarnesi í apríl tókst afar vel. UMFÍ hefur búið til fjögur myndbönd sem tekin voru á ráðstefnunni og endurspegla þau samvinnuna og gleðina sem ríkti alla dagana á meðan ráðstefnan fór fram. Hægt er að skoða fjölda mynda frá ráðstefnunni.

30. apríl 2019

Ragnheiður og Elísabet á meðal þátttakenda á Evrópsku ungmennavikunni

Þær Ragnheiður Sigurðardóttir og Elísabet Kristjánsdóttir eru staddar á Evrópsku ungmennavikunni í Brussel fyrir hönd UMFÍ í vikunni. Ragnheiður segir þátttakendur læra mikið um þátttöku ungmenna í lýðræðislegu samfélagi og hvernig hægt er að virkja fólk betur. Nokkuð þúsund manns er á ráðstefnunni.