Fara á efnissvæði

Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar

Hvatasjóður

Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar er nýr sjóður á vegum ÍSÍ og UMFÍ með stuðningi Mennta- og barnamálaráðuneytis. Sjóðurinn tengist stofnun átta svæðisstöðva íþróttahéraða og markmiðum um eflingu íþróttastarfs á landsvísu. Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að útbreiðslu íþrótta og aukinni þátttöku barna í íþróttum með áherslu á þátttöku barna með fötlun, af tekjulægri heimilum og með fjölbreyttan tungumála og menningarbakgrunn.

Áhersluatriði

Hvatasjóðurinn styrkir verkefni sem stuðla að útbreiðslu íþróttastarfs og þátttöku allra barna. Sérstök áhersla er á verkefni sem tengjast börnum með fatlanir, börnum frá tekjulægri heimilum og börnum með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn.

Í Hvatasjóðinn geta sótt íþróttahéruð ÍSÍ og UMFÍ, íþróttafélög og deildir innan ÍSÍ og UMFÍ, sérsambönd í samstarfi við Íþróttahéruð, félög eða deildir félaga.

Sjóðurinn veitir styrki til verkefna sem:

Auka útbreiðslu og  þátttöku barna í íþróttum:

  • Efla þátttöku barna með fötlun.
  • Efla þátttöku barna frá tekjulægri heimilum.
  • Efla þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
Umsóknaferli

Umsóknir eru sendar inn í gegnum vefsíður ÍSÍ og UMFÍ.

  1. Farðu á vefsíðu ÍSÍ eða vefsíðu UMFÍ.
  2. Fylltu út rafrænt umsóknareyðublað.
  3. Sendu umsókn áður en auglýstur umsóknarfrestur rennur út.

Í umsókn skal meðal annars tilgreina:

  • Lýsingu á verkefninu og markmiðum þess
  • Rökstuðning fyrir áhrifum verkefnisins á viðkomandi svæði
  • Tíma- og verkáætlun
  • Fjárhagsáætlun verkefnisins

Úthlutað er úr sjóðum að hámarki fjórum sinnum á ári. Síðasti frestur var til 20. maí 2025. Næsti umsóknarfrestur verður auglýstur í haust. 

Reglugerð Hvatasjóðsins

Stjórn Hvatasjóðsins

Sjóðsstjórn er skipuð fimm einstaklingum. Eftirfarandi einstaklingar skipta núverandi stjórn: 

  • Óskar Þór Ármannsson, fyrir hönd Mennta- og barnamálaráðuneytis. 
  • Gunnar Bragason og Þórey Edda Elísdóttir, fyrir hönd ÍSÍ.
  • Guðmundur G. Sigurbergsson og Ragnheiður Högnadóttir, fyrir hönd UMFÍ.

 

Úthlutanir úr sjóðnum

  • Alls bárust 91 umsóknir. Styrktar voru 72 umsóknir. Heildarúthlutun er 38.490.000 kr.

    Umsóknir skiptust eftir eftirfarandi:

    • Börn og ungmenni með fatlanir: 26 samþykktar: 15.000.000 kr. 
    • Börn og ungmenni af erlendum uppruna: 10 samþykktar: 5.590.000 kr.
    • Börn og ungmenni frá tekjulágum heimilum: 5 samþykktar: 1.800.000 kr.
    • Aðrar og blandaðar áherslur: 31 samþykktar: 16.100.000 kr. 

    Umsóknir bárust frá öllum landshlutum:

    • Austurland: 8 samþykktar: 5.500.000 kr.
    • Höfuðborgarsvæðið: 32 samþykktar: 17.990.000 kr.
    • Norðurland eystra: 4 samþykktar: 2.000.000 kr.
    • Norðurland vestra: 4 samþykktar: 850.000 kr.
    • Suðurland: 11 samþykktar: 5.550.000 kr.
    • Suðurnes: 3 samþykktar: 1.750.000 kr.
    • Vesturland: 9 samþykktar: 4.550.000 kr.
    • Vestfirðir: 1 samþykkt: 300.000 kr.

    Sjá upplýsingar um öll verkefni sem hlutu styrk: Júní 2025.

Sækja um í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar

Lokað er fyrir umsóknir í sjóðinn. Síðasti umsóknarfrestur rann úr 20. maí 2025. Næsti umsóknarfrestur verður auglýstur í haust.

Sækja um styrk