Hvað er Unglingalandsmót?
Unglingalandsmót UMFÍ hafa farið fram reglulega frá 1992 og árlega frá 2002 um verslunarmannahelgina. Mótið er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Hvenær er mótið 2024?
Mótið 2024 fer fram um verslunarmannahelgina í Borgarnesi. Skráningargjald er 8.900 kr. Öll ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára geta skráð sig til leiks. Ekki er skilyrði að vera skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag.

Fréttir af Unglingalandsmóti

07. ágúst 2023
Kappið geti því miður borið fegurðina ofurliði
„Við þekkjum í keppni að kappið getur borið fegurðina ofurliði. Mikilvægast við slíkar aðstæður er að geta litið í eigin barm, lært af aðstæðum og haldið áfram með virðingu og vinsemd fyrir hverju öðru,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

07. ágúst 2023
Fyrirmyndarbikarinn áfram í Vestur-Skaftafellssýslu
Þátttakendur frá Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) hlutur Fyrirmyndarbikarinn eftirsótta á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Þetta er í annað árið í röð sem Fyrirmyndarbikarinn fer til USVS.

06. ágúst 2023
Metþátttaka í kökuskreytingum
Róbert Óttarsson bakarameistari stóð í ströngu með bakaradrengnum við undirbúning keppni í kökuskreytingum sem fram fer í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag.

Upplifun þátttakenda
58%
42%
Kynjaskipting þátttakenda á Unglingalandsmóti 2022 var eftirfarandi
92%
92% þátttakenda fannst framkvæmd mótsins takast vel eða mjög vel
53%
53% þátttakenda 2022 voru að koma í fyrsta skipti á mótið