Fara á efnissvæði

20. - 22. september 2024

Ungt fólk og lýðræði

Hvað er Ungt fólk og lýðræði?

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Styrktaraðili ráðstefnunnar er Erasmus+

Fyrir hverja er ráðstefnan og hvert er markmið hennar?

Eins og nafnið ber með sér er ráðstefnan fyrir ungt fólk á aldrinum 15 - 30 ára. Engin skylda er að vera í ungmennaráði eða íþróttafélagi. Allt ungt fólk á tilsettum aldri er velkomið! Markmið viðburðarins er gleði og þátttaka. Þátttakendur hljóta ýmis verkfæri og þjálfun til þess að hafa aukin áhrif á sitt eigið líf sem og sitt nærsamfélag. 

UNGT FÓLK OG LÝÐHEILSA 2024

Smelltu hér til þess að kynna þér allt um ráðstefnuna 2024 sem haldin verður dagana 20. - 22. september að Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Ungt fólk og lýðheilsa.

Ungt fólk og lýðræði 2024

Upplýsingar frá eldri ráðstefnum

Ráðstefnan hefur farið fram vítt og breytt um landið. Hér er að finna yfirlit yfir umfjöllunarefni, ályktanir, myndbönd og staðsetningar eldri ráðstefna.

Yfirlit og ályktanir frá fyrri ráðstefnum