Svæðisstöðvar íþróttahéraða
UMFÍ og ÍSÍ hafa komið á fót átta svæðisstöðvum með stuðningi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Samtökin hafa undirritað samning um eflingu íþróttastarfs á landsvísu með því að koma á fót svæðisstöðvum og Hvatasjóði. Svæðisstöðvunum er ætlað að styðja við íþróttahéruð landsins við innleiðingu á stefnu íþróttahreyfingarinnar og ríkisins í íþróttamálum auk þess að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi með sérstaka áherslu á þátttöku fatlaðra barna, barna af tekjulægri heimilum og barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Tillögur um stofnun svæðisstöðvanna voru samþykktar á þingi ÍSÍ vorið 2023 og á þingi UMFÍ haustið 2023.
Markmið svæðisstöðva
Hlutverk svæðisstöðva íþróttahéraðanna er að þjónusta íþróttahéruðin í nærumhverfi sínu með samræmdum hætti. Horft er til þess að sterkari íþróttahéruð og svæðisstöðvar um allt land auki skilvirkni innan íþróttahreyfingarinnar og geri þeim kleift að takast á við núverandi og fyrirséð verkefni. Styrkja stefnumótandi vinnu og aðgerðir á landsvísu og stuðla þannig að farsæld barna og annarra sem nýta þjónustu hreyfingarinnar.

Framtíðarsýn
Framtíðarsýn með fyrirkomulagi svæðisstöðvanna er að fyrirkomulagið skili sér í betri nýtingu á mannauði. Stuðningur við einstaka íþróttafélög verði meiri og þar af leiðandi verði þjónusta við iðkendur betri. Jafnframt er það framtíðarsýn að sem flestir hafi tækifæri til að stunda íþróttir á því sviði sem þeir kjósa, hvort heldur til ánægju, heilsubótar eða með afreksárangri að markmiði.

Verkefnastjóri
Hanna Carla Jóhannsdóttir stýrir innleiðingu og samræmingu á svæðisstöðvunum. Hanna Carla er íþróttafræðingur að mennt og með meistaragráðu í forystu og stjórnun.
Hanna Carla hefur aðsetur í þjónustumiðstöð UMFÍ. Netfang hannacarla@siu.is
Svæðisstöðvarnar
Svæðisstöðvarnar ná yfir eftirfarandi íþróttahéruð landsins:
- Höfuðborgarsvæðið - ÍBH, ÍBR og UMSK
- Vesturland - HSH, ÍA, UDN og UMSB
- Vestfirðir - HHF, HSB, HSS og HSV
- Norðurland Vestra - UMSS, USAH, og USVH
- Norðurland Eystra - ÍBA, HSÞ og UÍF
- Austurland - UÍA og USÚ
- Suðurland - HSK, ÍBV og USVS
- Suðurnes - ÍRB og ÍS

Hagnýtar upplýsingar
Svæðisfulltrúar
Hér er að sjá upplýsingar um starfsfólk. Nöfn, netföng og símanúmer.
Skipting svæðisstöðva
Tafla yfir skiptingu svæðisstöðva eftir íþróttahéruðum, sveitarfélögum og fjölda íbúa.
Aðdragandi og skipulag
Upplýsingar um aðdraganda og skipulag svæðisstöðvanna.
Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar
Hér eru upplýsingar um Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar.
Fréttir af svæðisstöðvum

05. febrúar 2025
Þorgerður er nýr formaður UMSE
„Það er nóg að gera. Þetta hefðbundna er fram undan, ársþing og fleira,“ segir Þorgerður Guðmundsdóttir, sem í gærkvöldi tók við sem formaður UMSE. Þorgerður tók við af Sigurði Eiríkssyni, sem hefur verið formaður frá árinu 2018.

28. janúar 2025
Erla: Ferðakostnaður er áskorun fyrir íþróttafólk
„Ein af okkar helstu áskorunum er ferðakostnaðurinn sem fylgir íþróttaiðkun. Það er ósanngjarnt að lið sæki um styrki og þeir fari meira og minna allir í ferðakostnað,“ segir Erla Gunnlaugsdóttir, svæðisfulltrúi annar tveggja svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna á Austurlandi.

27. janúar 2025
Bjuggu til áfanga um störf sjálfboðaliða
„Þessi fyrsta kennslustund gekk mjög vel,“ segir Álfheiður Sverrisdóttir, svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vesturlandi. Hún og Heiðar Mar Björnsson, samstarfsfélagi hennar, hófu í síðustu viku kennslu í áfanga um störf sjálfboðaliða við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.
