Komdu og vertu með á Landsmóti 50+
Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. Komdu og vertu með!

Landsmót 2024
Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í júní 2024 í Vogum á Vatnsleysuströnd í samstarfi við Ungmennafélagið Þrótt og Sveitarfélagið Voga. Þátttökugjald er 5.500kr.
Hlökkum til að sjá þig í Vogunum!


Fréttir frá landsmóti 50+

24. september 2023
Vissu ekki hvað votlendi gerir mikið gagn
„Við höfðum aldrei heyrt áður af því hvað votlendið gerir og vissum ekki hvað það er mikilvægt fyrr en nú. Það þarf að stækka votlendið miklu meira,‟ segir Guðbjörg frá Hafnarfirði, sem var þátttakandi á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fór í húsnæði Skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði um helgina.

23. september 2023
Sævar Helgi: Þurfum að taka ákvarðanir með börnin okkar í huga
Sævari Helga Bragasyni jarðfræðingi bárust morðhótanir eftir að hann lagði til bann við almennri notkun á flugeldum út af reyk- og rykmengun, sóðaskapar á hávaðamengunum fyrir áramótin 2018. Sævar var með erindi og málstofu á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði.

18. september 2023
Jarðbúar í veseni
„Við getum gert heiminn að betri stað. Fólk getur tileinkað sér prívatlausnir, hreyft sig meira og borðað öðruvísi mat,“ segir Sævar Helgi Bragason. Hann verður með erindi og málstofu um lausnir í loftlags- og umhverfismálum á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði helgina 22. – 24. september.