Komdu og vertu með á Landsmóti 50+
Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. Komdu og vertu með!

Landsmót UMFÍ 50+ 2025
Landsmót UMFÍ 50+ fer fram á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27. - 29. júní 2025. Mótið er haldið í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF). Unnið er að því að uppæra allar upplýsingar og munu þær birtast hér á síðunni á næstu vikum.

Fréttir af Landsmóti UMFÍ 50+

10. febrúar 2025
Landsmót UMFÍ 50+ í Eyjafjarðarsveit 2026
Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði sumarið 2026, samkvæmt ákvörðun stjórnar UMFÍ. Ákvörðunin byggir á tillögu Móta- og viðburðanefndar.

30. júlí 2024
Hvar verða mótin árið 2026?
Nú gefst sambandsaðilum UMFÍ og sveitarfélögum tækifæri til að setjast yfir plön til næstu tveggja ára og pæla í því að halda Unglingalandsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50+ árið 2026.

08. júní 2024
Áhorfendur átu verðlaunakökurnar
Áhorfendur gengu á lyktina í keppni í pönnukökubakstri á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Vogum á Vatnsleysuströnd um helgina. Áhorfendur fengu að smakka á pönnukökunum að keppni lokinni.
