Hvað?

Unglingalandsmót UMFÍ hafa farið fram reglulega frá 1992 og árlega frá 2002 um verslunarmannahelgina. Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma börn og ungmenni ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.

Fyrir hverja?

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Hvenær?

Unglingalandsmót UMFÍ 2022 fer fram um verslunarmannahelgina 29. - 31. júlí 2022 á Selfossi. Skráningargjald er 8.500 kr. Öll ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára geta skráð sig til leiks. Ekki er skilyrði að vera skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag. Opnað verður fyrir skráningu þriðjudaginn 5. júlí 2022.


Skráning er hafin!

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ er í tveimur liðum. Fyrst er greitt þátttökugjald eftir því hvaða íþróttahéraði þátttakandi tilheyrir. Einnig er hægt að skrá sig án íþróttahéraðs/félags. Athugið að sum íþróttahéruð/félög niðurgreiða þátttökugjald að hluta eða öllu leyti fyrir þátttakendur á sínu svæði.

Smelltu HÉR til þess að greiða þátttökugjald. 

Þegar búið er að greiða þátttökugjaldið er gengið frá skráningu í einstakar greinar með því að smella HÉR.
 

Ertu ekki viss hvað íþróttahéraðið þitt heitir? 

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar. 

Ef þú lendir í vandræðum er velkomið að senda tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is eða hringja í þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568 2929.