HVAÐ?

Unglingalandsmót UMFÍ hafa farið fram reglulega frá 1992 og árlega frá 2002 um verslunarmannahelgina. Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma börn og ungmenni ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.

FYRIR HVERJA?

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

HVENÆR?

Unglingalandsmót UMFÍ 2023 fer fram um verslunarmannahelgina 4. - 6. ágúst á Sauðárkróki. Skráningargjald er 8.900 kr. Öll ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára geta skráð sig til leiks. Ekki er skilyrði að vera skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag. Opnað verður fyrir skráningu þriðjudaginn 4. júlí 2023.