Öllum flokkum

24. júní 2025
39 milljónum króna úthlutað úr Hvatasjóði
Annarri úthlutun er lokið úr Hvatasjóði íþróttahreyfingarinnar. Alls barst 91 umsókn í sjóðinn upp á rúmar 128 milljónir króna. Samþykktar voru 72 umsóknir og úthlutað tæpum 38,5 milljónum króna.

23. júní 2025
Hvað varð um Bermúdaskálina?
Aðalsteinn Jörgensen var í landsliðinu í bridds sem landaði Bermúdaskálinni með eftirminnilegum hætti árið 1991. Hann segir það hafa gert liðinu gott að stunda útivist og aðra hreyfingu fyrir mótið. Keppt verður í bridds á Landsmóti UMFÍ 50+ um næstu helgi.

23. júní 2025
Göngubók UMFÍ 2025 komin út
Göngubók UMFÍ 2025 er komin út. Í bókinni eru lýsingar á 277 stuttum gönguleiðum fyrir jafnt stutta sem langa fætur, 32 léttar fjallgönguleiðir fyrir alla fjölskylduna og ítarlegar lýsingar á fjölda gönguleiða vítt og breitt um landið.

21. júní 2025
Ertu búin/n að skrá þig á Landsmót UMFÍ 50+?
Nú er heldur betur farið að styttast í Landsmót UMFÍ 50+ í Fjallabyggð. Skráning er í fullum gangi og verður opið fyrir hana út mánudaginn 23. júní. Ertu búin/n að skrá þig og þína?

20. júní 2025
Vilja snúa aftur í sumarbúðir UMFÍ
„Sumarbúðirnar gengu rosalega vel. Við fórum í mikið af leikjum og fengum geggjað veður. Stelpurnar fengu besta 17. júní sem hugsast gat,“ segir Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður sumarbúða UMFÍ, sem fóru fram í fyrsta sinn á dögunum á Reykjum í Hrútafirði.

18. júní 2025
Skráning í fullum gangi á Landsmót UMFÍ 50+
Skráning er í fullum gangi á Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Fjallabyggð helgina 27. – 29. júní. Hægt er að skrá sig í allar greinar mótsins og matar- og skemmtikvöld til og með mánudagsins 23. júní næstkomandi.

13. júní 2025
Erla endurkjörin formaður HSS
„Þótt þingin séu langt í burtu þá er mikilvægt að mæta og við erum afar ánægð með mætinguna,“ segir Erla Björk Jónsdóttir, formaður Héraðssambands Strandamanna (HSS). Á þinginu fékk Jóhann Björn Arngrímsson merki HSS í formi glerlistaverks.

13. júní 2025
Ungmennaráð UMFÍ hlaut styrk frá Erasmus+
Ungmennaráð UMFÍ hlaut á dögunum styrk frá Erasmus+ fyrir ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðheilsu 2025. Ísleifur Auðar Jónsson, fulltrúi Ungmennaráðs UMFÍ, sótti í dag styrkþegafund Rannís ásamt Ragnheiði Sigurðardóttur, verkefnastjóra UMFÍ.

13. júní 2025
Gunnhildur er nýr svæðisfulltrúi
„Ég er mjög spennt og full tilhlökkunar þar sem fullt er af tækifærum fyrir héruðin og ekki síst íþróttafélögin,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem hefur verið ráðin svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vesturlandi.