Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

18. nóvember 2024

Jóhann Björn og Vignir sæmdir Gullmerki UMFÍ

Þeir Jóhann Björn Arngrímsson og Vignir Örn Pálsson voru sæmdir Gullmerki UMFÍ á 80 ára afmæli Héraðssambands Strandamanna í gær. Þeir hafa báðir skipst á að vera formenn sambandsins og setið í stjórn þess um árabil.

18. nóvember 2024

Tengslin efld á haustfundi UMSK

„Við erum að greina svæðin og meta þarfir okkar íþróttahéraða,“ sagði Íris Svavarsdóttir, annar tveggja starfsmanna svæðisstöðva íþróttahéraðanna, á haustfundi Ungmennasambands Kjalarnesþings í síðustu viku.

10. nóvember 2024

Fjölskyldan öll á Allir með-leikunum

Foreldrar barna sem tóku þátt í Allir með-leikunum eru himinlifandi. „Það var virkilega frábært að fá tækifæri til að kynnast fleiri íþróttagreinum, sjá hvað er í boði,“ segir Guðfinnur Arnar Kristmannsson, faðir Stefáníu, sem er 15 ára. 

08. nóvember 2024

Freyja Rós hlaut Hvatningarverðlaun gegn einelti

Freyja Rós Haraldsdóttir hlaut í dag Hvatningarverðlaun gegn einelti. Hefð er fyrir því að veita verðlaunin í tilefni dagsins til einstaklinga eða verkefnis sem unnið hefur ötullega gegn einelti. 

07. nóvember 2024

100 skráðir til leiks á Allir með-leikunum

Rúmlega 100 þátttakendur með fötlun á aldrinum 6-16 ára eru skráðir til leiks á Allir með-leikunum sem fram fara í fyrsta sinn í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalshöll og fimleikasal Ármanns á laugardag. Leikarnir eru einn af þremur verkefnum Allir með sem halda á árlega.

05. nóvember 2024

Hvað fær þitt barn háan frístundastyrk?

Sveitarfélög landsins styrkja íþróttastarf með ýmsu móti. Í nýjasta tölublaði Skinfaxa, tímariti UMFÍ, er fjallað um frístundastyrki frá ýmsum hliðum. Hér má sjá dæmi um frístundastyrki á ýmsum stöðum.

31. október 2024

Íþróttahreyfingin betur í stakk búin fyrir aðgerðir

„Íþróttahreyfingin vill tól og tæki sem nýtast í starfi en ekki enn eina skýrsluna,“ segir Rakel Magnúsdóttir, svæðisfulltrúi á Suðurlandi. Hún fór yfir starf svæðisstöðva íþróttahreyfingarinnar ásamt Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur, sem er hinn svæðisfulltrúinn á Suðurlandi. 

30. október 2024

Nýtt fræðsluefni í hinseginfræðslu í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Sveinn Sampsted og Þorbjörg Þorvaldsdóttir frá Samtökunum '78 kynntu í vikunni nýtt fræðsluefni í hinseginfræðslu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf. Fræðsluefnið samanstendur af þremur bæklingum og tveimur plakötum.

29. október 2024

Bandaríkjamenn horfa til Íslands

Forsvarsfólk frá Washington-ríki í Bandaríkjunum kom hingað til lands á dögunum til að kynna sér íslenska forvarnarmódelið. Hópurinn heimsótti sveitarfélög og opinbera aðila hér á landi og fengu kynningu á íþróttastarfi hér á landi.