Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

11. október 2025

Formaður UMFÍ hvatti til samstarfs um íþróttalög

Hefja þarf samtal íþróttahreyfingarinnar við ríki og sveitarfélög um stefnumótun íþróttamála til framtíðar og útfærslu nýrra íþróttalaga, að sögn Jóhanns Steinars Ingimundarsonar, formanns UMFÍ.

11. október 2025

Magndís og Einar sæmd æðstu viðurkenningu UMFÍ

Þau Einar Haraldsson og Magndís Alexandersdóttir bættust í hóp heiðursfélaga UMFÍ á Sambandsþingi UMFÍ í gærkvöldi og voru sæmd með sérstökum heiðursfélagakrossi. Þetta er æðsta viðurkenning Ungmennafélags Íslands.

11. október 2025

Klara og Ómar sæmd Gullmerki UMFÍ

Þau Klara Bjarnadóttir, formaður Ungmennafélags Grindavíkur, og Ómar Bragi Stefánsson voru sæmd Gullmerki UMFÍ á Sambandsþingi UMFÍ í gær. Ómar Bragi hlýtur Gullmerkið fyrir sjálfboðaliðastarf sitt fyrir knattspyrnudeild Tindastóls á Sauðárkróki.

11. október 2025

Fjögur félög fengu Hvatningarverðlaun UMFÍ

Fjögur íþrótta- og ungmennafélög hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ á Sambandsþingi UMFÍ sem nú stendur yfir. Þetta eru Ungmennafélagið Vísir í Suðursveit, Ungmennafélag Reykdæla, Íþróttafélagið Undri í Dalabyggð og heilbrigðisteymi Skautafélags Akureyrar. 

10. október 2025

Sambandsþing UMFÍ sett í dag

Sambandsþing UMFÍ hefst í dag í Stykkishólmi og stendur þar yfir um helgina. Þingið er á margan hátt sögulegt. Eftir að Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) varð sambandsaðili UMFÍ í vor eru fulltrúar frá öllum íþróttahéruðum landsins á þinginu í fyrsta sinn.

08. október 2025

Seinni umsóknarfrestur í Fræðslu- og verkefnasjóð

Búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Sjóðurinn styrkir verkefni sem tengjast félags- og íþróttastarfi ungmennafélagshreyfingarinnar. Á fyrri hluta ársins styrkti sjóðurinn 73 verkefni um 12,6 milljónir króna.

06. október 2025

Kynning á frambjóðendum til stjórnar

Formaður UMFÍ verður sjálfkjörinn á 54. Sambandsþingi UMFÍ um næstu helgi. En hvaða fólk er í framboði? Hér geturðu séð kynningu á öllum frambjóðendum.

03. október 2025

Vel heppnuð málstofa á Austurlandi

Fulltrúar íþróttahreyfingar og sveitarfélaga funduðu um íþróttamál á Egilsstöðum í vikunni. Vinnan getur orðið rammi fyrir sambærilega vinnu á fjörðunum. Fulltrúar íþróttahreyfingarinnar og aðilar frá sveitarfélaginu Múlaþingi hittust og ræddu um áskoranir og tækifæri.

02. október 2025

Mörg í framboði til stjórnar UMFÍ

Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, er einn í framboði til formanns. Ellefu eru í framboði til stjórnar og tveir til varastjórnar. Ljóst er að nokkur endurnýjun verður á stjórn UMFÍ þegar gengið verður til kosninga því fimm í aðal- og varastjórn gáfu ekki kost á sér áfram.