Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

09. desember 2024

Forvarnardeginum fagnað á Bessastöðum

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhenti verðlaun Forvarnardagsins við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á laugardag. Keppnin fólst í gerð kynningarefnis sem tengist þema Forvarnardagsins.

06. desember 2024

Halla fundar um félagasamtök í Norræna húsinu

„Það hefur verið erfiðara að fá fólk í félagsstörf á Norðurlöndunum eftir COVID. Við þurfum að laga okkur að þeim breyttu aðstæðum og stilla saman strengi,“ segir Halla Margrét Jónsdóttir, formaður Ungmennaráðs UMFÍ.

06. desember 2024

Nemandi við Listaháskólann skreytir Allir með-vagninn

„Vagninn með þessari hönnun mun fara á fleygiferð um landið eftir áramót. Hann á eftir að gleðja börnin sem munu nota hjólastólana,“ segir Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóri Allir með. 

05. desember 2024

Eva Rut: Gott að virkja styrkleika fólks

Eva Rut Vilhjálmsdóttir starfar í Íþróttamiðstöðinni í Garði ásamt því að þjálfa stúlkur í fótbolta. Helstu áhugamál Evu eru fótbolti, ferðalög og að verja tíma með fjölskyldu sinni. Hún hefur lengi verið öflugur sjálfboðaliði hjá Víði.

05. desember 2024

Renuka Chareyre: Bros smita út frá sér

Renuka Chareyre er virkur sjálfboðaliði í almenningsíþróttum á Suðurlandi. Renuka stundar hlaup af miklu kappi og lyftir ketilbjöllum hjá Kristófer Helgasyni á Selfossi í hverri viku.

05. desember 2024

Styrmir hjá Aftureldingu: Gott að gefa af sér

Styrmir Sæmundsson er formaður ungmennafélagsins Aftureldingar á Reykhólum. Styrmir er bóndi, tómstundaleiðbeinandi og varðstjóri í slökkviliði og margt fleira. Hér ræðir hann um sjálfboðaliðavinnuna.

05. desember 2024

Óskar í Fjallabyggð: Klapp á bakið gefur mikið

Óskar Þórðarson er kennari við Menntaskólann á Tröllaskaga (MTr) og formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF). Hans helstu áhugamál eru íþróttir og allt sem þeim fylgir.

05. desember 2024

Marion Worthman: Þátttaka foreldra er áskorun

Marion Worthmann er formaður Ungmennafélags Tálknafjarðar og hefur gegnt því frá árinu 2009. Hún er líka í stjórn Héraðssambands Hrafna-Flóka og verið formaður þar. Hér segir hún frá vinnu sinni sem sjálfboðaliði.

05. desember 2024

Katrín: Sjálfboðaliðum má ekki fækka

„Ég sé um allt samfélagsmiðlaefni deildarinnar, sýni frá leikjum, bý til leikskrár, kynni leikmenn og alls konar skemmtilegt,“ segir Katrín Birta Björgvinsdóttir, sjálfboðaliði hjá ungmennafélaginu Sindrar á Höfn í Hornafirði.