Fara á efnissvæði

20. - 22. október 2023

Sambandsþing

Sambandsþing

Sambandsþing UMFÍ er æðsta vald í málefnum UMFÍ. Boða skal skriflega til þingsins með a.m.k. sex vikna fyrirvara og skal það haldið fyrir 15. nóvember annað hvert ár. 

53. Sambandsþing UMFÍ verður haldið á Hótel Geysi dagana 20. - 22. október 2023.

Hagnýtar upplýsingar

Hér fyrir neðan er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir þingfulltrúa. Sem dæmi má nefna upplýsingar um hvað sambandsaðilar eiga rétt á mörgum þingfulltrúum og kjörbréf sem skila þarf inn fyrir upphaf þings. Upplýsingar um tillögur og dagskrá koma innan tíðar. 

Fjöldi þingfulltrúa

Hvað hefur hver sambandsaðili UMFÍ rétt á mörgum fulltrúum á Sambandsþingið? Hér er að finna upplýsingar um fjölda þingfulltrúa.

Fjöldi þingfulltrúa

Hagnýtar upplýsingar

  • Starfsemi UMFÍ er afmörkuð út frá lögum UMFÍ.

    Lög UMFÍ voru uppfærð og samþykkt á 52. Sambandsþingi UMFÍ 2021 á Húsavík. 

    SKOÐA LÖG UMFÍ

  • Sambandsaðilar kjósa fulltrúa til Sambandsþings miðað við fjölda skattskyldra félaga skv. félagatali í skráningarkerfi UMFÍ sem skal skila í síðasta lagi 15. apríl það ár sem þing er haldið sem hér segir:

     

    • 1 fulltrúa fyrir 1 - 200 skattskylda félaga
    • 2 fulltrúa fyrir 201 - 1999 skattskylda félaga
    • 3 fulltrúar fyrir 2000 - 2999 skattskylda félaga
    • 4 fulltrúar fyrir 3000 - 3999 skattskylda félaga
    • 5 fulltrúar fyrir 4000 - 4999 skattskylda félaga
    • 6 fulltrúar fyrir 5000 - 5999 skattskylda félaga
    • 7 fulltrúar fyrir 6000 - 6999 skattskylda félaga
    • 8 fulltrúar fyrir 7000 - 7999 skattskylda félaga
    • 9 fulltrúar fyrir 8000 - 8999 skattskylda félaga
    • 10 fulltrúar fyrir 9000 og fleiri skattskylda félaga.

     

    Þingfulltrúar félaga með beina aðild geta að hámarki verið 7 en 10 fulltrúar frá öðrum sambandsaðilum. Til viðbótar því sem að framan greinir skulu formenn íþróttahéraða eða staðgenglar vera sjálfkjörnir.
     

    Skoða upplýsingar um fjölda þingfulltrúa eftir sambandsaðilum.

  • Sambandsaðilar skila inn kjörbréfi fyrir upphaf þingsins. Á kjörbréfinu koma fram upplýsingar um fullt nafn og kennitölu þingfulltrúa. 

    OPNA KJÖRBRÉF 

  • Í 11. grein laga UMFÍ stendur:

    Tilkynning um framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ skal berast skriflega til kjörnefndar eigi síðar en 10 dögum fyrir þing. Einstaklingur sem býður sig fram til formanns getur jafnframt boðið sig fram til stjórnar og/eða varastjórnar á þinginu kjósi hann svo. Sama á við um einstakling sem býður sig fram til stjórnar og getur hann þá á þinginu boðið sig fram til varastjórnar.

    Við stjórnarkjör skal leitast við að í kjöri séu fulltrúar frá hverju kjördæmi. Ef þessu markmiði hefur ekki verið náð, eftir að framboðsfrestur rennur út, er kjörnefnd heimilt að framlengja framboðs-frestinn um allt að 5 daga og skal sú ákvörðun tilkynnt sambandsaðilum. Heimilt er að bera fram tillögu um fleiri en einn úr hverju kjördæmi.

    Kjörgengir til stjórnar og varastjórnar eru allir skattskyldir ungmennafélagar.

    Kjörstjórn hafa borist eftirfarandi framboð fyrir starfstímabilið 2023 - 2025

    Til formanns, frá:

    • Jóhanni Steinari Ingimundarsyni, UMSK

    Til aðalstjórnar, frá:

    • Guðmundi Sigurbergssyni, UMSK
    • Gunnari Þór Gestssyni, UMSS
    • Ragnheiði Högnadóttur, USVS
    • Sigurði Óskari Jónssyni, USÚ

    Til aðal- og varastjórnar, frá:

    • Gunnari Gunnarssyni, ÚÍA
    • Málfríði Sigurhansdóttur, ÍBR

    Til varastjórnar, frá:

    • Hallberu Eiríksdóttur, UMSB
    • Guðmundu Ólafsdóttur, ÍA

    Tilkynna skal kjörnefnd um framboð til formanns, stjórnar og/eða varastjórnar á netfangið umfi@umfi.is eigi síðar en 10. okótber 2023.

    Nánari upplýsingar veitir Einar Kristján Jónsson, formaður kjörnefndar í síma 842 5800. 

     

Tillögur

  • Sambandsaðilar þurfa að senda þær tillögur sem óskað er eftir að teknar verði fyrir á 53. Sambandsþingi  UMFÍ. Tillögurnar sendist á netfangið umfi@umfi.is fyrir 20. september 2023.