Fara á efnissvæði

Útgáfa

Fyrir fjölmiðla

UMFÍ er landssamband ungmennafélaga á Íslandi. Starf þeirra félaga sem mynda UMFÍ snýst um að efla, styrkja og byggja upp fólk með íþrótta-, félags- og æskulýðsstarfi. Hlutverk UMFÍ er að styrkja starf sambandsaðila og aðildarfélaga þeirra. UMFÍ hvetur og styður við bætta lýðheilsu landsmanna. 

Upplýsingar fyrir fjölmiðla

Hér er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um Ungmennafélag Íslands á einum stað, leið að myndum og tengiliði ef á þarf að halda.

  • Þjónustumiðstöð UMFÍ er á Engjavegi 6 í Reykjavík, s. 568-2929 / t-póstur: umfi@umfi.is
  • Formaður stjórnar UMFÍ er Jóhann Steinar Ingimundarson, s. 844-4903 / t-póstur: johann@umfi.is
  • Framkvæmdastjóri UMFÍ er Auður Inga Þorsteinsdóttir, s. 540-2900 / 861-8990 / t-póstur: audur@umfi.is
  • Framkvæmdastjóri landsmóta UMFÍ er Ómar Bragi Stefánsson, s. 540-2906 / 898-1095 / t-póstur: omar@umfi.is
  • Kynningarfulltrúi UMFÍ er Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, s. 867-3101 / t-póstur: jon@umfi.is
Ljósmyndir

Ljósmyndir af viðburðum UMFÍ er að finna á myndasíðu UMFÍ. Myndir skal merkja UMFÍ nema annað sé tekið fram á myndunum. 

Merki UMFÍ

Fáni UMFÍ er Hvítbláinn, fáni Íslendinga áður en íslenski þjóðfáninn var opinberlega staðfestur með konungsúrskurði 19. júní árið 1915. 

Hátíðarmerki UMFÍ er Hvítbláinn á laufblaði með stöfum hreyfingarinnar. Laufblaðið er tákn fyrir kjörorð UMFÍ frá upphafi sem vísar til umhverfis- og samfélagsvitunar hreyfingarinnar: Ræktun lýðs og lands. Hátíðarmerkið er notað við hátíðleg tækifæri og á tyllidögum.

Stafir UMFÍ eru notaðir á prentverki hreyfingarinnar.