Fara á efnissvæði

Landsmót UMFÍ 50+

Upplýsingar

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Landsmót UMFÍ 50+ var fyrst haldið á Hvammstanga árið 2011 og hefur verið haldið árlega síðan. Að vísu var mótinu frestað 2020 og 2021 vegna Covid en var haldið í Borgarnesi árið 2022. 

Mótið verður haldið í Stykkishólmi dagana 23. - 25. júní og er það opið öllum sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum.

Mótsgjald

Þátttökugjald er 5.500 krónur. Þátttakendur eru beðnir um að koma við í þjónustumiðstöð mótsins og sækja hvítt armband, sem gildir á alla keppni og viðburði mótsins. - en ekki matar- og skemmtikvöldið. Miði á matar- og skemmtikvöldið kostar 4.000 krónur.

Að auki verður hægt að kaupa rautt armband á mótssvæðinu og gildir það á ákveðna viðburði, bæði einstaka keppni sem og kynningar og kennslu. Verð fyrir rauð armbönd er 2.000 krónur. Í dagskránni er hægt að sjá hvaða aðgang hvítt og rautt armband veita. 

Mótsstaður

Mótið verður haldið í Stykkishólmi dagana 23. – 25. júní 2023 í samstarfi við Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH),  og Sveitarfélagið Stykkishólm. Stykkishólmur er frábær staður að heimsækja enda vinsæll með eindæmum. Íbúar er um 1.300 talsins og eru sjávarútvegur og ferðaþjónusta stærstu atvinnugreinarnar á svæðinu. Í Stykkishólmi eru ljómandi góðar verslanir og veitingastaðir og þjónusta öll til fyrirmyndar.

Mótssvæði

Mótið fer fram á tiltölulega litlu svæði sem er í hjarta bæjarins. Íþróttavöllur, golfvöllur, sundlaug og íþróttahús er allt í göngufæri. Íþróttamannvirkin eru í góðu ástandi og bjóða upp á ýmsa skemmtilega möguleika.

Íþróttir

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Keppt verður í allskonar greinum - en svo eru allir velkomnir að koma og prófa og taka þátt.

Greinarnar í boði eru: Badminton, boccía, borðtennis, bridds, frisbígolf, frjálsar íþróttir, golf, götuhlaup, hjólreiðar, körfubolti, pílukast, pútt, ringó, skák, stígvélakast og sund.

Afþreying

Danskir dagar fara fram í Stykkishólmi á sama tíma og Landsmót UMFÍ 50+. Það verður því heilmikið í boði alla helgina og allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dagskrá

Mótið hefst á föstudagsmorgni og verður keppt fram eftir degi. Laugardagurin er stóri keppnisdagurinn en þá verða fjölmargar greinar í gangi. Landsmóti UMFÍ 50+ lýkur síðan um miðjan sunnudag.

Tjaldsvæði

Tjaldsvæði er afskaplega vel staðsett, við golfvöllinn og þaðan er göngufæri í flestar keppnisgreinar.

Mótsstjórn

Mótsstjórn verður íþróttahúsinu. Þar verður tekið á móti mótsgestum og þar fá þeir mótsgögn afhent. Við stöndum vaktina í mótsstjórninni og verðum þar til að svara spurningum en einhverjar vakna.

Nánari upplýsingar

Framkvæmdastjóri mótsins er Ómar Bragi Stefánsson. Netfang omar@umfi.is Sími 8981095

Skrá mig á Landsmót UMFÍ 50+

Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. Þátttökugjald er 5.500kr.

Smelltu hér til þess að skrá þig!