Fara á efnissvæði
17. september 2020

Forseti Íslands: Listin að læra af liðinni tíð

„Það sem þið takið ykkur fyrir hendur á að vera erfitt. Ef það er ekki erfitt, þá er það ekki þess virði að taka eitthvað að sér,‟ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann hélt ávarp við setningu ungmennaráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir í Hörpu í Reykjavík.

Í ávarpi sínu fjallaði Guðni um ábyrgðina og því hvernig maður lætur til sín taka í samfélaginu.

Hann lýsti m.a. þeim mótsögnum sem felast í því að vera sagnfræðingur og forseti.

„Í mínu starfi er næstum því skrifað í starfslýsinguna að horfa fram á við. En það er skrýtið, því ég er sagnfræðingur og í fyrri störfum er líka skrifað í starfslýsinguna að vera gagnrýninn. Þetta er hlutskipti sem maður velur sér. Listin snýst um að læra af liðinni tíð og finna samtakamáttinn en vera um leið raunsær,‟ sagði hann og lagði áherslu á að finna leiðir og læra listina að miðla málum.

 

Samræðuvettvangur ungs fólks

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði er samræðuvettvangur ungs fólks á aldrinum 16 - 25 ára. Markmið og tilgangur ráðstefnunnar er að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi og gefa okkur, ungu fólki, verkfæri og þjálfun til þess að auka áhrif í okkar nær samfélagi.

Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Aðalstyrktaraðili ráðstefnunnar eru Erasmus+.

 

Dagskrá ráðstefnunnar

Kl. 09:30 – 10:00 fer fram setning ráðstefnunnar. Á hana mæta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og verndari Ungmennafélagshreyfingarinnar og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.

 

Kl. 11: 30 – 12:30 fara fram umræður með ráðafólki. Þátttakendum er skipt upp í hópa þannig að allir fara í gegnum þrjár 20 mínútna umræðulotur. Umræðustjórar og ritarar eru fulltrúar úr Ungmennaráði UMFÍ.

Þeir ráðamenn sem hafa boðað komu sína eru:

 

Kl. 14:45 – 15:45 fer fram pallborðumræða við ráðamenn.

Fyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrr um daginn verða þátttakendur búnir að undirbúa spurningar til ráðamanna tengdar yfirskrift ráðstefnunnar. Fulltrúi úr Ungmennaráði UMFÍ stýrir umræðunum.

Þeir ráðamenn sem hafa boðað komu sína eru:

 

Pallborði ráðstefnunnar verður streymt á Facebook-síðu UMFÍ og á netmiðlinum www.visir.is