Fara á efnissvæði
30. apríl 2024

Opið í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ til morgundags

Við minnum á að opið er fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Hægt verður að senda umsóknir til sjóðsins fram að miðnætti á morgun, aðfaranótt 2. maí.

Markmið sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.

Rétt til umsóknar úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

Athygli er vakin á því að sjóðurinn styrkir EKKI tækja-, áhalda- og búnaðarkaup, fundakostnað (þ.m.t. veitingar) og almennan rekstur félaga. Styrkur er að öllu jöfnu aldrei hærri 400.000 kr. Sjóðsstjórn getur þó veitt hærri styrki í undantekningartilfellum.

 

Meira um Fræðslu- og verkefnasjóð

Sækja um í Fræðslu- og verkefnasjóð