Allar fréttir

22. júní 2023
Styrkur til Ungmennaráðs
Ungmennaráð UMFÍ hlaut styrk frá Erasmus+ fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði 2023.

22. júní 2023
Rástímar komnir í golfi
Búið er að birta rástíma fyrir alla þá sem hafa skráð sig í golf á Landsmóti UMFÍ 50+. Þátttakendur í golfi eiga að hafa fengið tölvupóst þar um en geta líka skoðað rástíma sína á golfbox. Golf er á dagskrá mótsins laugardaginn 24. júní á milli klukkan 08:30 - 15:00.

22. júní 2023
Fjöldi fólks mætt á Landsmót UMFÍ 50+
Fjöldi þátttakenda mætti á slaginu klukkan sex í íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi þegar afhending hófst á mótsgögnum fyrir Landsmót UMFÍ 50+. Mótið stendur yfir alla helgina í Stykkishólmi og er vel á fjórða hundrað þátttakenda skráðir á mótið.

21. júní 2023
Unglingarnir í Stykkishólmi undirbúa landsmót
„Við viljum vera á góðum tíma með skipulagningu og uppsetninguna,‟ segir Flemming Jessen, sérgreinastjóri í boccía. Hann ásamt fleirum merkti í gær gólf íþróttahússins í Stykkishólmi fyrir keppni í boccía. Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í bænum um helgina.

21. júní 2023
Breytingar á dagskrá
Ákveðið hefur verið að gera þrjár breytingar á áður kynntri dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+. Matar- og skemmtikvöldið, sem átti að vera á laugardagskvöldinu hefur verið fellt niður. Sömuleiðis fellur niður keppni í hestaíþróttum og skák.

20. júní 2023
Átak um aukna þátttöku fólks með fötlun í íþróttum
Ísland er á meðal stofnríkja verkefnis sem hefur það að markmiði að auka þátttöku fólks með fötlun í íþróttastarfi. Stofnfundur þess var haldinn á heimsleikum fatlaðra í Berlín í Þýskalandi. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hélt ávarp á stofnfundi verkefnsins.

19. júní 2023
Síðasti dagurinn til að skrá sig á Landsmót UMFÍ 50+
Síðasti dagurinn er í dag til að skrá sig á Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Stykkishólmi um næstu helgi. Ertu búin/n að skrá þig og þína? Dagskrá mótsins er fjölbreytt og því ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Mótið er jafnt fyrir 50 ára og eldri og geta 18 ára og eldri tekið þátt.

16. júní 2023
Björn og Haukur skoða þjónustumiðstöð UMFÍ
„Það var virkilega gaman að koma í heimsókn í þjónustumiðstöðina. Hún er notaleg og margt spennandi að gerast hjá UMFÍ og spennandi að fylgjast með því,“ segir Björn B. Jónsson, fyrrverandi formaður UMFÍ. Hann heimsótti þjónustumiðstöð UMFÍ á dögunum ásamt Hauki Valtýssyni, fyrrverandi formanni.

15. júní 2023
Magnús hvetur Hólmara til að láta til sín taka á landsmótinu
„Við Hólmarar eigum öflugt íþrótta- og afreksfólks á öllum aldri og ég hef fulla trú á að heimamenn láti til sín taka á mótinu,“ segir Magnús Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Stykkishólms. Eins og landsmenn vita fer Landsmót UMFÍ 50+ fram í Stykkishólmi dagana 23. – 25. júní næstkomandi.