Allar fréttir

26. júní 2023
Farsæll endir á ukuleleleit
Á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fór í Stykkishólmi um helgina auglýstum við eftir ukukulele sem puttaferðalangurinn Angelika gleymdi í bíl eins mótsgesta þegar hún fékk far með honum frá Reykjavík og þar til leiðir skildu við Borgarnes. Sagan hlaut farsælan endi.

24. júní 2023
Regluleg hreyfing bætir árum við lífið
„Heilsuefling þátttakenda á Landsmóti UMFÍ 50+ er til fyrirmyndar. Hún sýnir börnum og afkomendum hversu gott það er að hreyfa sig alla ævi. Þau fylgja okkur vonandi eftir og gera jafnvel betur en við þegar röðin kemur að þeim,“ segir Gunnar Þór Gestsson, varaformaður UMFÍ.

24. júní 2023
Hittast á ný í gamlingjadútli
„Við byrjuðum að keppa hvor á móti öðrum á unglingsaldri, ég var sennilega fimmtán ára. Síðan þá eru liðin 66 ár og við erum enn að keppa, nú í gamlingjadútli,“ segir Þorbergur Þórðarson, þátttakandi á Landsmóti UMFÍ 50+. Einn mótherja hans var heimamaðurinn Sigurþór Hjörleifsson.

23. júní 2023
Þetta er leiðin í götuhlaupinu
Keppt verður í götuhlaupi á Landsmóti UMFÍ 50+ í Stykkishólmi á milli klukkan 17:00 - 18:00 í dag. Þetta er fimm kílómetra hlaup sem hefst við íþróttahúsið og verður hlaupið eftir fallegri leið inni í bænum. Leiðina má sjá á myndinni hér að ofan.

23. júní 2023
Hvað varð um ukuleleið hennar Angeliku?
„Geturðu hjálpað mér að finna ukuleleið?‟ spyr Angelika frá Póllandi. Hún fékk far í Reykjavík með manni til Borgarness en þar skildu leiðir. Angelika hélt áleiðis á puttanum til Suðureyrar en maðurinn ætlaði á Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Stykkishólmi um helgina.

23. júní 2023
Hvar verður Unglingalandsmótið árið 2025?
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um að halda Unglingalandsmót UMFÍ sumarið 2025. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. október 2023.

23. júní 2023
Hvar verður Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2025?
Sambandsaðilar UMFÍ hafa nú kost á því að sækja um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2025. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. október 2023.

23. júní 2023
Skagamenn vörðu titil í boccía
Skagamenn vörðu titil sinn í boccía annað árið í röð á Landsmóti UMFÍ 50+. Mótið fer fram í Stykkishólmi. Í öðru og þriðja sæti voru tvö lið Ísfirðinga.

22. júní 2023
Þetta eru opnu greinarnar á Landsmóti UMFÍ 50+
Þjónustumiðstöð Landsmóts UMFÍ 50+ opnar í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi klukkan 18:00 í dag. Þar fá þátttakendur afhend armbönd sem gild á alla keppni og viðburði mótsins. Í íþróttamiðstöðinni geta 18 ára og eldri líka keypt armbönd á valda viðburði, hjólreiðar, götuhlaup, í pílu og fleira.