Fara á efnissvæði
03. júní 2024

Senn lokar fyrir skráningu liða á landsmót

Opið er fyrir skráningu í greinar á Landsmót UMFÍ 50+ í Vogum til klukkan 16:00 í dag.  Fólk getur tekið þátt í fjölmörgum opnum greinum mótsins og enn hægt að bæta við í einstaklingsgreinar. Ekki verður hins vegar hægt að búa til nýtt lið.

Lokað var fyrir skráningu í boccia fyrir helgi og er búið að raða upp liðum í riðla. Hvorki fleiri né færri en 29 lið frá öllum landshornum hafa skráð sig til leiks og spila á tveimur dögum.

Í boccía verður keppt í tveimur riðlum. Annar riðillinn er leikinn seinni part á fimmtudegi og sá síðari fyrri hluta föstudags. Úrslit eru síðan um miðjan dag á föstudegi.