Allar fréttir

13. júlí 2023
Góð skráning á Unglingalandsmót UMFÍ
Skráning gengur afar vel á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Mótið er fyrir þátttakendur 11-18 ára og fjölskyldur þeirra. Ljóst er að mótið verður fjölmennt og afar skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna. Nóg verður um að vera, fjöldi íþróttagreina í boði á daginn og tónleikar á hverju kvöldi.

11. júlí 2023
Prumpandi einhyrningar á Unglingalandsmóti UMFÍ
Afar vinsælt er hjá þátttakendum á Unglingalandsmóti UMFÍ að búa til liðsheiti og sérstaka liðsbúninga. Margir búa til skemmtileg nöfn á liðin eins og Prumpandi einhyrningar, Sveppasulturnar, Ofurhetjurnar, Bónusgrísirnir, Bakkbræður, Rothöggið og mörg fleiri.

10. júlí 2023
Kenndi Neymar og Messi - kemur á Unglingalandsmót
„Ég hlakka til að koma og kenna fótboltalistir með frjálsri aðferð (e. freestyle football) á Unglingalandsmótinu. Þar munu þátttakendur læra ýmsa tækni til að nýta líkamann við að halda fótbolta á lofti. Tæknin nýtist líka vel í knattspyrnuleikjum,“ segir Andrew Henderson.

07. júlí 2023
Opið fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ
Við erum búin að opna fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ. Þetta er sannkölluð veisla því á mótinu er boðið upp á 27 íþróttagreinar fyrir 11-18 ára þátttakendur og geta allir skrá sig í eins margar greinar og hver og einn vill. Mótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og lýkur því sunnudaginn 6. ágúst.

07. júlí 2023
Umtalsverðar endurbætur á vefsíðu UMFÍ
UMFÍ hefur tekið í gagnið nýja útgáfu af vefsíðunni umfi.is. Það er fyrirtækið Vettvangur sem bjó síðuna til og séð um gerð nýju útgáfunnar í samstarfi við UMFÍ.

06. júlí 2023
Nældu þér í eintak af Göngubók UMFÍ
Göngubók UMFÍ 2023 er komin út. Í bókinni eru lýsingar á 277 stuttum gönguleiðum fyrir jafnt stutta sem langa fætur, 32 léttar fjallgönguleiðir fyrir alla fjölskylduna og ítarlegar lýsingar á 20 gönguleiðum. Í bókinni er semsagt margt fyrir alla.

04. júlí 2023
Gott að spegla sig í áskorunum annarra
Forseti International Sport and Culture Association (ISCA) og stjórnarmaður Danmarks Gymnastik og Idrætsforeninger (DGI), Mogens Kirkeby heimsótti þjónustumiðstöð UMFÍ í dag.

29. júní 2023
Skemmtifolfmót
Ungmennaráð UMFÍ stóð fyrir skemmtifolf móti fyrir ungt fólk. Viðburðurinn fór fram í Laugardalnum fimmtudaginn 29. júní.

27. júní 2023
Öflugir sjálfboðaliðar gerðu mótið gott
„Svona mót er ekki haldið nema með öflugum sjálfboðaliðum sem skiluðu sínu mjög vel. Fjöldi þátttakenda var yfirmeðallagi í ár eða um 350 manns,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) um Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi um helgina.