Fara á efnissvæði
15. maí 2024

Nýir stjórnendur í hreyfingunni

Einar Ingi Hrafnsson var í upphafi mánaðar ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélags Aftureldingar og Jens Sigurðsson tekur í haust við sem framkvæmdastjóri Tennis- og Badmintonsfélags Reykjavíkur (TBR). 

Einar tekur við starfinu af Grétari Eggertssyni en Jens tekur við starfinu af Sigfúsi Ægi Árnasyni, sem hafði gegnt starfinu í 43 ár. Hann lætur af störfum fyrir aldurs sakir í haust. 

 

Meira um Einar Inga

Einar Ingi hefur verið í mörgum hlutverkum hjá Aftureldingu, verið iðkandi, foreldri, þjálfari og sjálfboðaliði hjá félaginu auk þess að hafa verið fyrirliði bikarmeistaraliðs Aftureldingar í handknattleik árið 2023. Hann hefur jafnframt verið atvinnumaður í Arendal í Noregi. Nú er hann búsettur mjög fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ.
Einar Ingi er með BSc-próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og er að leggja lokahönd á meistaragráðu í Stjórnun og stefnumótum. 

 

Allt um Jens

Jens tekur við keflinu hjá TBR í haust. Hann sleit barnskónum hjá félaginu og verið félagsmaður þar lengi. Jens hefur komið víða við á starfsferli sínum, m.a. starfað fyrir Vodafone og Stöð 2 sem forstöðumaður Viðskiptaþróunar og vörustýringar í rúman áratug og þar á undan fyrir Símann. Jens er menntaður í alþjóðasamskiptum og stjórnmálafræði frá The George Washington University í Bandaríkjunum. Hann hefur verið virkur í íþróttahreyfingunni um áraraðir og var á sínum yngri árum í landsliðum Íslands í golfi.

Lestu meira í Skinfaxa

Í nýjasta tölublaði Skinfaxa, tímariti UMFÍ, er fjallað ítarlega um störf framkvæmdastjóra í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni, enda hafa þau alla tíð verið umfangsmikil, annasöm og krefjandi. 

Í blaðinu er rætt við núverandi og fyrrverandi framkvæmdastjóra nokkurra félaga. 

Þau sem rætt er við: 

  • Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA.
  • Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu.
  • Kári Garðarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Gróttu.
  • Jón Júlíus Karlsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Aftureldingar.
  • Gissur Jónsson hjá Umf Selfossi.

Þú getur smellt á hlekkinn hér að neðan og lesið allt blaðið og viðtölin sömuleiðis.

Lesa nýjasta tölublað Skinfaxa