Fara á efnissvæði

10. - 12. október 2025

Sambandsþing

Sambandsþing

Sambandsþing UMFÍ er æðsta vald í málefnum UMFÍ. Boða skal skriflega til þingsins með a.m.k. sex vikna fyrirvara og skal það haldið fyrir 15. nóvember annað hvert ár. 

54. Sambandsþing UMFÍ verður haldið á Fosshóteli, Stykkishólmi dagana 10. - 12. október 2025.

Framboð til stjórnar UMFÍ

Stjórn UMFÍ er skipuð sjö einstaklingum. Formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og þrem meðstjórnendum. Varastjórn er skipuð fjórum fulltrúum og ræður atkvæðafjöldi þeirra í kosningu röð þeirra.  

Frestur til að tilkynna framboð til formanns, stjórnar og/eða varastjórnar UMFÍ rann út 30. september síðastliðinn. Eftirfarandi framboð bárust kjörnefnd UMFÍ áður en framboðsfrestur rann út.

Til formanns UMFÍ:

  • Jóhann Steinar Ingimundarson - Ungmennasambandi Kjalarnesþings (UMSK).

Til aðalstjórnar UMFÍ:

  • Birgir Már Bragason – Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB).
  • Gunnar Gunnarsson – Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA).
  • Guðmundur Sigurbergsson – Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK).
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir – Héraðssamband Vestfjarða (HSV).
  • Halla Margrét Jónsdóttir – Íþróttabandalag Akraness (ÍA).
  • Helgi Sigurður Haraldsson – Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK).
  • Margrét Sif Hafsteinsdóttir – Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR).
  • Ragnheiður Högnadóttir – Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS).
  • Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson – Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS).
  • Sigurður Óskar Jónsson – Ungmennasambandið Úlfljótur (USÚ).
  • Skúli Bragi Geirdal – Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA).

Til varastjórnar UMFÍ:

  • Ásgeir Sveinsson – Héraðssambandið Hrafna-Flóki (HHF).
  • Gunnar Þór Gestsson – Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS).

Kosningar til stjórnar

Kosið er rafrænt í gegnum vefumsjónarkerfi Advania. Einungis þingfulltrúar á kjörbréfum geta kosið.

Upplýsingar um framboð

Hagnýtar upplýsingar

  • Föstudagur 10. október

    18:00 Þingsetning

    • Kosning starfsmanna og kjörbréfanefndar.
    • Ágrip af skýrslu stjórnar.

    19:00 Ávörp gesta

    • Viðurkenningar og heiðranir

    20:00 Hátíðarkvöldverður og skemmtun.

    Laugardagur 11. október

    09:30 Kjörbréfanefnd skilar áliti.

    • Skýrsla stjórnar frh. og ársreikningur.
    • Umræður og afgreiðsla um skýrslu stjórnar og ársreikning. 

    10:30 Mál lögð fyrir þingið

    • Nefndarstörf.

    12:30 Hádegishlé

    13:30 Erindi -  Mogens Kirkeby, formaður ISCA.

    14:00 Nefndarstörf (framhald)

    15:30 Nefndir skila áliti.

    • Umræður og afgreiðsla mála.

    Kosningar: formaður, stjórn, varastjórn og kjörnefnd.

    • Umræður og afgreiðsla mála framhald - ef þörf krefur.

    19:00 Hlé

    20:00 Kvöldverður og skemmtun

    Sunnudagur 12. október

    09:30 Umræður og afgreiðsla mála framhald - Ef þörf krefur.

     

    Opna dagskrá sem pdf. 

  • Alls liggja 27 tillögur fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ. 

    Hér er hægt að sjá allar tillögur (pdf). 

    Tillögur:

     

  • Hver sambandsaðili UMFÍ hefur rétt á ákveðið mörgum fulltrúum. Hér er að finna upplýsingar um fjölda þingfulltrúa frá hverjum sambandsaðila.

    Sjá upplýsingar á pdf.

    Sambandsaðilar skila inn kjörbréfi fyrir upphaf þingsins. Á kjörbréfinu koma fram upplýsingar um fullt nafn og kennitölu þingfulltrúa. 

    OPNA KJÖRBRÉF (pdf)

     

  • Starfsemi UMFÍ er afmörkuð út frá lögum UMFÍ.

    Lög UMFÍ voru uppfærð og samþykkt á 52. Sambandsþingi UMFÍ 2021 á Húsavík. 

    SKOÐA LÖG UMFÍ

  • Af hverju er lagið Ísland er land þitt alltaf sungið við setningu Sambandsþinga UMFÍ?

    Lagið hefur verið einkennislag UMFÍ í yfir 40 ár.

    Upphafið má rekja til þess þegar Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ 1970 - 1986, heyrði flutning Magnúsar Þórs Sigmundssonar á laginu árið 1981 en lagið samdi hann við texta skáldkonunnar Margrétar Jónsdóttur (20. ágúst 1893 - 9. desember 1971). Sigurður sá strax hversu vel textinn og lagið endurspegluðu anda ungmennafélagshreyfingarinnar – ást á landi og náttúru, samstöðu og gleði.

    Frá því á níunda áratugnum hefur lagið verið fastur liður í setningu Sambandsþinga og Landsmóta UMFÍ, og er það sungið eða flutt til að minna á sögu, rætur og sameiningarkraft hreyfingarinnar.

    Ísland er land þitt

    Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
    Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.
    Ísland er landið sem ungan þig dreymir,
    Ísland í vonanna birtu þú sérð,
    Ísland í sumarsins algræna skrúði,
    Ísland með blikandi norðljósa traf.
    Ísland að feðranna afrekum hlúði,
    Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.

    Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir
    Íslensk er tunga þín skír eins og gull.
    Íslensk er sú lind,sem um æðar þér streymir.
    Íslensk er vonin, af bjartsýni full.
    Íslensk er vornóttin, albjört sem dagur,
    Íslensk er lundin með karlmennskuþor.
    Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
    Íslensk er trúin á frelsisins vor.

    Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma
    Íslandi helgar þú krafta og starf
    Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
    íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
    Ísland sé blessað um aldanna raðir,
    íslenska moldin, er lífið þér gaf.
    Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
    Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf.

    Magnús Þór Sigmundsson

  • Á Sambandsþingum UMFÍ hefur frá árinu 1979 verið útnefndur svokallaður matmaður. Hefðin hófst það ár þegar ákveðið var að veita sérstaka viðurkenningu fyrir snyrtilega og góða framkomu við borðhaldið.

    Matmaðurinn er valinn af dómnefnd sem skipuð er þingforseta og matmanninum frá fyrra þingi. Við valið er meðal annars horft til borðsiða, hnífapara og almennrar þátttöku í veisluhöldum. Handhafi titilsins fær afhentan farandgripinn, hinn svokallaða ask, sem geymist hjá matmanninum fram að næsta þingi.

    Hlutverkið er fyrst og fremst til gamans og ánægju. Matmaðurinn er ekki hefðbundinn dagskrárliður en hefur á löngum tíma orðið að vinsælli hefð sem bætir léttleika, gleði og skemmtibrag við þingið.

    Fyrsti matmaðurinn var Ófeigur Gestsson úr UMSB árið 1979 og hefur þessi skemmtilega hefð haldist óslitin allar götur síðan.

    Smelltu hér til þess að kynna þér allar tilnefningar. 

  • Sambandsþing UMFÍ eru haldin annað hvert ár og eru æðsta vald í málefnum sambandsins. Þar koma saman fulltrúar frá íþrótta- og ungmennafélögum landsins til að fjalla um störf UMFÍ, móta stefnu fyrir næsta tímabil og taka ákvarðanir um framtíð hreyfingarinnar.

    Á þinginu eru lagðar fram skýrslur, tillögur og ályktanir, kosið í stjórn UMFÍ og veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs.

    Þingin eru jafnframt mikilvægur vettvangur samveru, umræðu og samráðs milli aðila úr öllum landshlutum.

    Fyrir nýja þingfulltrúa getur verið gagnlegt að kynna sér fyrirfram fyrirkomulag þingsins og hlutverk helstu aðila, svo sem þingforseta, varaþingforseta, kjörbréfanefndar, nefndarformanna og annarra sem stýra störfum þingsins. Með því verður þátttakan markvissari og auðveldara að fylgjast með umræðum og ákvörðunum þingsins.

    Hér er hlekkur á upplýsingaefni sem gagnlegt er að kynna sér. 

    Félagsmál og fundarsköp. 

     

  • Hér er að sjá lista yfir hvar Sambandsþing UMFÍ hafa farið fram. 

    54. þing UMFÍ     Stykkishólmur, 2025

    53. þing UMFÍ     Geysir, Haukadal, 2023

    52. þing UMFÍ     Húsavík, 2021

    51. þing UMFÍ     Laugarbakki, miðfirði, 2019

    50. þing UMFÍ     Hallormsstaðir, 2017

    49. þing UMFÍ     Vík í Mýrdal, 2015

    48. þing UMFÍ     Stykkishólmur, 2013

    47. þing UMFÍ     Akureyri, 2011

    46. þing UMFÍ     Reykjanesbær, 2009

    45. þing UMFÍ     Þingvellir, 2007

    44. þing UMFÍ     Egilsstöðum, 2005

    43. þing UMFÍ     Sauðárkróki, 2003

    42. þing UMFÍ     Stykkishólmi, 2001

    41. þing UMFÍ     Tálknafirði, 1999

    40. þing UMFÍ     Reykjavík, 1997

    39. þing UMFÍ     Laugum, 1995

    38. þing UMFÍ     Laugarvatni, 1993

    37. þing UMFÍ     Húnavöllum, 1991

    36. þing UMFÍ     Mosfellsbæ, 1989

    35. þing UMFÍ     Egilsstöðum, 1987

    34. þing UMFÍ     Flúðum, 1985

    33. þing UMFÍ     Njarðvík, 1983    

    32. þing UMFÍ     Kirkjubæjarklaustri., 1981

    31. þing UMFÍ     Þingvöllum, 1979    

    30. þing UMFÍ     Þingvöllum, 1977

    29. þing UMFÍ     Varmalandi, 1975

    28. þing UMFÍ     Haukadal, 1973

    27. þing UMFÍ     Húnavöllum, 1971

    26. þing UMFÍ     Laugum, 1969

    25. þing UMFÍ     Þingvöllum, 1967

    24. þing UMFÍ     Laugarvatni, 1965

    23. þing UMFÍ     Reykjavík, 1963

    22. þing UMFÍ     Laugum, 1961

    21. þing UMFÍ     Reykjavík, 1959

    20. þing UMFÍ     Þingvöllum, 1957

    19. þing UMFÍ     Akureyri, 1955

    18. þing UMFÍ     Eiðum, 1952

    17. þing UMFÍ     Hveragerði, 1949

    16. þing UMFÍ     Laugum, 1946

    15. þing UMFÍ     Hvanneyri, 1943

    14. þing UMFÍ     Haukadal, 1940

    13. þing UMFÍ     Þrastaskógi, 1938    

    12. þing UMFÍ     Þrastaskógi, 1936

    11. þing UMFÍ     Þrastaskógi, 1933    

    10. þing UMFÍ     Þingvöllum, 1930

    9. þing UMFÍ       Þrastaskógi, 1929

    8. þing UMFÍ       Reykjavík, 1927

    7. þing UMFÍ       Reykjavík, 1924

    6. þing UMFÍ       Reykjavík, 1921

    5. þing UMFÍ       Reykjavík, 1917

    4. þing UMFÍ       Reykjavík, 1914

    3. þing UMFÍ       Reykjavík, 1911 

    2. þing UMFÍ       Reykjavík, 1908

    2. þing UMFÍ       Akureyri, 1908

    1. þing UMFÍ       Þingvöllum, 1907