Sambandsþing
Sambandsþing UMFÍ er æðsta vald í málefnum UMFÍ. Boða skal skriflega til þingsins með a.m.k. sex vikna fyrirvara og skal það haldið fyrir 15. nóvember annað hvert ár.
54. Sambandsþing UMFÍ verður haldið á Hótel Stykkishólmi dagana 10. - 12. október 2025.

Hagnýtar upplýsingar
Hér fyrir neðan er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir þingfulltrúa. Sem dæmi má nefna dagskrá, tillögur og kjörbréf sem skila þarf inn fyrir upphaf þings.

Framboð til stjórnar UMFÍ
Stjórn UMFÍ er skipuð sjö einstaklingum. Formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og þrem meðstjórnendum. Varastjórn er skipuð fjórum fulltrúum og ræður atkvæðafjöldi þeirra í kosningu röð þeirra. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnar er bent á að hafa samband við Einar Kristján Jónsson, formann Kjörnefndar. Netfang hans er einarkristjanjonsson@gmail.com. Simi 842 5800. Framboð til stjórnar þurfa að berast eigi síðar en 10 dögum fyrir þing.
Hagnýtar upplýsingar
-
Starfsemi UMFÍ er afmörkuð út frá lögum UMFÍ.
Lög UMFÍ voru uppfærð og samþykkt á 52. Sambandsþingi UMFÍ 2021 á Húsavík.
SKOÐA LÖG UMFÍ -
Hver sambandsaðili UMFÍ hefur rétt á ákveðið mörgum fulltrúum. Hér er að finna upplýsingar um fjölda þingfulltrúa frá hverjum sambandsaðila.
Sambandsaðilar skila inn kjörbréfi fyrir upphaf þingsins. Á kjörbréfinu koma fram upplýsingar um fullt nafn og kennitölu þingfulltrúa.
OPNA KJÖRBRÉF (pdf)
-
Dagskrá er í vinnslu.
-
Tillögur birtast innan tíðar.
-
Í 11. grein laga UMFÍ stendur:
Tilkynning um framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ skal berast skriflega til kjörnefndar eigi síðar en 10 dögum fyrir þing. Einstaklingur sem býður sig fram til formanns getur jafnframt boðið sig fram til stjórnar og/eða varastjórnar á þinginu kjósi hann svo. Sama á við um einstakling sem býður sig fram til stjórnar og getur hann þá á þinginu boðið sig fram til varastjórnar.
Við stjórnarkjör skal leitast við að í kjöri séu fulltrúar frá hverju kjördæmi. Ef þessu markmiði hefur ekki verið náð, eftir að framboðsfrestur rennur út, er kjörnefnd heimilt að framlengja framboðsfrestinn um allt að 5 daga og skal sú ákvörðun tilkynnt sambandsaðilum. Heimilt er að bera fram tillögu um fleiri en einn úr hverju kjördæmi.
Kjörgengir til stjórnar og varastjórnar eru allir skattskyldir ungmennafélagar.
Nánari upplýsingar veitir Einar Kristján Jónsson, formaður kjörnefndar í síma 842 5800.
-
Ársskýrsla UMFÍ 2025 er í vinnslu.