Fara á efnissvæði

Unglingalandsmót

Fréttir

Unglingalandsmót

03. ágúst 2017

Danskir snillingar æfa sig í loftfimleikum

Fimmmenningarnir í danska fimleikahópnum Motus Teeterboard mættu til Egilsstaða í dag. Þeir verða með sýningu við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum á föstudagskvöld og vinnustofur fyrir mótsgesti.

03. ágúst 2017

Samdi vísu um tjaldbúðirnar

Philip Vogler á Egilsstöðum hefur samið skemmtilega vísu um Unglingalandsmót UMFÍ og tjaldbúðir sambandsaðila í bænum. Mikil og góð stemning ríkir á meðal gesta á tjaldsvæðinu og ungmennafélagsandinn sterkur þar.

03. ágúst 2017

Keppni hófst með golfi

Í ár eru 24 mismunandi íþróttagreinar í boði þannig að allir áhugasamir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við höfum lent í vandræðum með birtingu þessara upplýsinga á síðu Unglingalandsmótsins og því birtum við þær hér þar til síðan kemst í lag.

02. ágúst 2017

Íris fyrst til að ná í mótsgögnin

Íris Ósk Ívarsdóttir, sem er 11 ára íþróttastelpa í Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands (UÍA) mætti fyrst allra þegar forskráning fyrir félaga UÍA opnaði klukkan 15:00 í Egilsstaðaskóla á Egilsstöðum í dag.

01. ágúst 2017

Ef barnið þitt vill fara á Unglingalandsmót þá fara foreldrarnir með

„Ég er glöð og ánægð með skráninguna hjá HSK. Ég átti ekki von á þessum fjölda. Við erum að leggja í hann og sumar fjölskyldur eru lagðar af stað héðan austur á Egilsstaði,“ segir Guðrún Tryggvadóttir hjá HSK.

01. ágúst 2017

Fleiri koma frá UMSS á Unglingalandsmót en áður

„Við erum mjög spennt fyrir Unglingalandsmótinu,“ segir Thelma Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS). Á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina eru skráðir 82 keppendur frá UMSS. Þetta er mjög góð þátttaka.

01. ágúst 2017

Spá fínasta veðri á Egilsstöðum

Davíð Þór Sigurðsson, formaður Hattar á Egilsstöðum, dró fána UMFÍ að húni í gær á einni af fánaborgunum sem búið er að koma fyrir á Egilsstöðum. Undirbúningur er í fullum gangi fyrir Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum

29. júlí 2017

Tvíburabræður keppa saman í sjö greinum á Unglingalandsmóti

„Okkur finnst gaman að fara út á land og keppa með vinum okkar,“ segir Einar Andri Briem. Hann og tvíburabróðir hans Helgi Hrannar, hafa skráð sig í sjö mismunandi greinar á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

27. júlí 2017

Hvað eiga Prumpandi einhyrningar og Skagfirska mafían sameiginlegt?

Jú, þetta eru lið sem hafa skráð sig til þátttöku á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Á meðal annarra frumlegra nafna á liðum keppenda eru Sykurpúðarnir, Selfossdætur og Bleiku pardusarnir.