Fara á efnissvæði

Unglingalandsmót

Fréttir

Unglingalandsmót

28. júlí 2022

Strandblak, pílukast og kökuskreytingar vinsælastar á Unglingalandsmóti

„Strandblakið er löngu sprungið og yfir 200 þátttakendur í þessari grein. Þetta er meiri fjöldi en við áttum von á. En við erum samt að bæta við liðum því við viljum að allir geta verið með,“ segir Oddur Sigurðarson hjá League Manager. Opið er fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ til hádegis.

28. júlí 2022

Nóg að gera í upplýsingamiðstöð Unglingalandsmóts UMFÍ

Straumur fólks hefur legið í upplýsingamiðstöðina fyrir Unglingalandsmót UMFÍ í Fjölbrautaskóla Suðurlands í dag. Upplýsingamiðstöðin opnaði klukkan 15:00 og koma þangað þátttakendur mótsins ásamt fjölskyldum sínum til að ná í mótsgögn, aðgangskort að tjaldsvæði og ýmisleg fylgihluti.

28. júlí 2022

Dj Dagur Snær, Klara og Sprite Zero hefja tónleikana

Líf og fjör verður á tjaldsvæði Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi á hverju kvöldi á meðan mótinu stendur. Tónleikarnir hefjast í kvöld klukkan 21:00. Í kvöld koma fram DJ Dagur Snær, Klara Ósk og Sprite Zero Klan.

28. júlí 2022

Leikjaplön, tímasetningar og allt um mótið

Þátttakendur Unglingalandsmóts UMFÍ bíða spenntir eftir leikjaplönum og tímasetningum fyrir leiki helgarinnar enda hefst keppni í nokkrum greinum klukkan 10:00 í fyrramálið. Hér eru nokkrar leiðir til að fylgjast með leikjaplani, rástímum og tímablöðum í allar greinar.

27. júlí 2022

Búist við miklum umferðarþunga til Selfoss um verslunarmannahelgina

Lögreglan á Suðurlandi býst við miklum umferðarþunga í gegnum Selfoss um verslunarmannahelgina og segir að búast megi við miklum umferðartöfum ef ekið er Suðurlandsveg yfir Hellisheiði. Lögreglan mælir með öðrum leiðum á Unglingalandsmót sem geta stytt verulega leiðina að tjaldsvæðinu við Suðurhóla.

27. júlí 2022

Svona verður Selfoss um verslunarmannahelgina

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram víða um Selfoss um verslunarmannahelgina. Öllum íþróttahúsum bæjarins, á golfvellinum, götuhjólreiðar fara frá Lindex í austurhluta bæjarins og svo má lengi telja.

26. júlí 2022

Í hverju ætlar þú að keppa?

Spennan er orðin gríðarleg fyrir Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi um helgina og margir sem ætla að prófa fjölda af nýjum greinum. Enda um meira en 20 greinar að velja. Við höfum nú framlengt frest til að skrá sig í greina á mótinu og verður nú tækifæri til að gera það til hádegis á fimmtudag.

25. júlí 2022

Eva María: Allir ættu að upplifa að fara á Unglingalandsmót UMFÍ!

„Það var aldrei spurning að fara á Unglingalandsmót hjá okkur, þetta var bara sjálfsagður hlutur, rétt eins og jólin. Þetta var ekki bara íþróttakeppnin heldur líka tónleikarnir á kvöldin og stemningin á tjaldsvæðinu,“ segir Eva María Baldursdóttir frá Selfossi.

24. júlí 2022

Ertu búin/n að skrá þig á Unglingalandsmót UMFÍ?

Skráning er nú í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ sem verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ er í tveimur liðum. Fyrst þarf að greiða þátttökugjald og síðan skrá í greinar. Hér eru leiðbeiningar.