Fara á efnissvæði

Unglingalandsmót

Fréttir

Unglingalandsmót

30. júlí 2022

Allskonar tímasetningar í einstaklingsgreinum

Nokkrar einstaklingsgreinar eru á dagskrá eins og í borðtennis, rafíþróttir, hestaíþróttir, sund, stafsetning, bogfimi, biathlon og frisbígolf. Við vekjum athygli á að tímasetningar í dagskrá gilda nema annað sé tekið fram.

30. júlí 2022

Strandblak verður í allan dag - strandhandbolti á morgun

Breyting er á áður auglýstri dagskrá. Vegna gríðarlegrar góðrar skráningar í strandblak verður keppni í greininni í allan dag. Áður hafði verið auglýst að hún yrði aðeins til klukkan 18:00. Keppni í strandhandbolta verður því allan morgundaginn.

30. júlí 2022

Forseti Íslands: Unglingalandsmótið sparar ríkinu stórfé í forvörnum

„Hreyfing og keppni eru gulls ígildi en öllu má ofgera. Það bætir ekki líkama og sál ef manni finnst stöðugt að maður sé ekki í nógu góðu formi, ekki nógu grannur, að maður fari ekki eins oft og öll hin í fjallgöngur og þríþrautir, sagði forseti Íslands við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ.

30. júlí 2022

Ásmundur Einar: Fyllist bjartsýni á Unglingalandsmóti

„Ég fyllist bjartsýni á framtíðina þegar ég horfi á þennan fríða hóp keppenda,‟ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hann flutti ávarp við setningu Unglingalandsmót UMFÍ ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Ásmundur tekur fullan þátt í mótinu um helgina.

30. júlí 2022

Jóhann Steinar: Íþróttir auka lífsgæði fólks

„Unglingalandsmótið er liður í því að beina kastljósinu að góðum og heilbrigðum lífsstíl. Það er mjög í anda þeirra skilaboða, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gefið,‟ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

29. júlí 2022

Klukkan hvað er keppni í minni grein?

Vinna við að raða niður greinum og tímakvóta lauk seint í nótt og geta keppendur og mótsgestir nú séð hvar og hvenær keppni er í þeirra greinum. Hér er hægt að sjá allt um tímasetningar og staðsetningu leikja.

29. júlí 2022

Hreinn Óskarsson: Þátttakendur geta plantað á golfvellinum

Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina verður kolefnisjafnað. Gestum mótsins og þátttakendum verður boðið að koma á golfvellinum á Selfossi á milli klukkan 14:00 – 17:00 föstudaginn 29. júlí og gróðursett plönturnar.

29. júlí 2022

Setning Unglingalandsmóts UMFÍ í kvöld

Minnum á: Unglingalandsmót UMFÍ verður sett á Selfossvelli klukkan 20:00 í kvöld. Æskilegt er að allir þátttakendur mæti á mótssetninguna og gangi inn á mótssvæðið með öðrum þátttakendum. Forráðafólk, afar og ömmur og allir sem vilja eru velkomnir á mótssetninguna.

29. júlí 2022

Skemmtiskokk fyrir alla!

Það eru ekki aðeins þátttakendur á Unglingalandsmóti sem geta tekið þátt. Fölbreytt afþreying er í boði fyrir alla fjölskylduna. Einn valmöguleiki er skemmtiskokk í Hellisskógi klukkan 13:00.