Fara á efnissvæði
04. ágúst 2023

Pavel dæmir í körfu

Pavel Ermolinskij, þjálfari Íslandsmeistara Tindstóls í körfuknattleik var dómari í keppni í körfuknattleik á Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki í dag. Pavel gekk í raðir Tindastóls í byrjun árs og hefur nú samið um að þjálfa meistaraflokk karla næstu tvö árin.

Pavel er einn sigursælasti körfuboltamaður landsins og hafði ekki áður verið aðalþjálfari fyrr en í byrjun árs. Hann leiddi liðið til sigurs í fyrsta sinn í Subway-deild karla en það hafði aldrei áður landað Íslandsmeistaratitli í körfuknattleik karla.

Pavel stýrir líka körfuboltafjöri á Unglingalandsmótinu á morgun, laugardaginn 5. ágúst.

Körfuboltafjörið verður á milli klukkan 18:00 – 19:00 á körfuboltavellinum við Árskóla. Þetta er breyting frá áður auglýstri dagskrá. 

 

Skemmti- og afþreyingadagskrá Unglingalandsmóts