Fara á efnissvæði

Unglingalandsmót

Afþreying og skemmtun

Upplýsingar um afþreyingar- og skemmtidagskrárliði

 • Íþróttahúsið – laugardagur kl. 13:00 - 17:00

  Við setjum upp nokkra badmintonvelli í salnum og Helgi Jóhannesson fyrrverandi landslisþjálfari tekur vel á móti gestum og leiðbeinir ef óskað er. Allir velkomnir og engin skráning nauðsynleg.

 • Íþróttahúsið – laugardagur kl. 21:00 - 23:00

  Við slökkvum ljósin nær alveg í íþróttahúsinu og spilum badminton og blöstum tónlist í botn. Kúlurnar eru með LED ljósi svo þetta verður eitthvað. Tónlist og badminton og frábær stemning. Allir velkomnir, börn og fullorðnir og engin skráning nauðsynleg.

 • Sparkvöllur við Árskóla – föstudagur kl. 11:00 - 14:00 fyrir krakka 11 - 18 ára en síðan geta börn, ungmenni og fullorðnir mætt frá kl. 14:00-16:00.

  Já, er ekki kominn tími til að prófa bandý? Laufey Harðardóttir landsliðskona veit allt um bandý og leiðbeinir. Allir velkomnir og engin skráning nauðsynleg.

 • Sparkvöllur við Árskóla – sunnudagur kl. 10:00 - 13:00

  Við eru allskonar. Sum okkar hafa góða sjón, aðrir minni og sumir enga. Við kíkjum inn í heim hinna blindu. Í blindrabolta er bundið fyrir augu þátttakenda. Tvö lið keppa á litlum sparkvelli í fótbolta. Boltinn er með bjöllum innan í. Hver keppandi þarf aðstoðarmann sem styður við öxl hans og leiðbeinir. Við hvetjum alla til að prófa þetta og stíga út fyrir þægindarammann. Engin skráning.

 • Íþróttasvæðið – laugardagur kl. 20:00 - 21:30

  Þessir meistarar verða með hressilega sýningu á tartan-hlaupabrautinni á íþróttasvæðinu á laugardagskvöldinu. Það er hreint ótrúlegar kúnstir sem þeir gera. Allir velkomnir að taka þátt og vera með í gleðinni.

 • Við íþróttahúsið – föstudagur kl. 16:00 - 18:00
  Að lokinni keppni í bogfimi bjóðum við gestum að prófa þessa skemmtilegu og spennandi íþróttagrein. Indriði Grétarsson leiðbeinir og ábyrgist að farið sé eftir öllum reglum varðandi bogfimina. Endilega að koma og prófa. Engin skráning, bara að mæta.

 • Íþróttahúsið – laugardagur kl. 13:00 - 17:00

  Fulltrúar frá Borðtennissambandi Íslands mæta á svæðið og aðstoða alla þá sem vilja prófa borðtennis. Engin skráning og allir velkomnir.

 • Frá Ráðhúsinu – laugardagur kl. 13:00 - 14:00

  Boðið er uppá göngu um miðbæ Sauðárkróks með leiðsögn, þar sem sagðar eru sögur af fólki og húsum. Allir hjartanlega velkomnir og engin skráning. 

 • Íþróttahúsið – föstudagur kl. 21:00 - 22:00

  Hópur landsliðsfólks í fimleikum mætir á svæðið og verður með sýningu. Að henni lokinni fá ungmenni að taka þátt og prófa undir styrkri og öruggri leiðsögn landsliðsfólksins. Engin skráning nauðsynleg og allir hjartnalega velkomnir.  

 • Borgarsandur – sunnudagur kl. 20:00 - 21:00

  Opið hlaup fyrir unglinga og fullorðna á Borgarsandi sem er falleg strandlengja við Sauðárkrók. Hægt er að hlaupa eftir svartri ströndinni alla leið niður að ósum Héraðsvatna. Engin ein vegalengd í boði og getur hver og einn valið sér hvað á að hlaupa langt. Á leiðinni er hlaupið fram hjá skipsflaki sem er orðið nokkurskonar kennileiti á sandinum. Flakið er af skipinu Ernunni sem dregin var frá Sauðárkrókshöfn í kringum 1970 en til stóð að brenna skipið við Borgarsand. Ekki tókst betur til en hún brann ekki og endaði sem draugaskip í fjöruborðinu. Frábær staður fyrir ljósmyndara. Mjög gott aðgengi er að fjörunni allan ársins hring. Engin skráning og allir velkomnir.

 • Íþróttasvæðið  – laugardagur og sunnudagur kl. 10:00 - 12:00 og 15:00 - 17:00

  Það er enginn annar en Andrew Henderson, fimmfaldur heimsmeistari í Football Freestyle sem mætir á mótið og verður með fjórar, tveggja tíma vinnubúðir fyrir ungmennin.  Andrew hefur farið um allan heim til að sýna og kenna. Nú er frábært tækifæri að læra af þeim besta öll helstu trixin. En í þessu eins og öðru er það æfingin sem skapar meistarann. Engin skráning nauðsynleg en best er að vera með bolta með sér.

 • Íþróttasvæðið – föstudagur og laugardagur kl. 10:00 - 11:30

  Fótbolti og fjör fyrir börn 8 - 10 ára á föstudegi og 5 - 7 ára á laugardegi. Við tökum vel á móti börnunum og þau leika sér í fótbolta með okkur. Um að gera og vera með í gleðinni. Engin skráning bara að mæta.

 • Íþróttasvæðið – laugardagur kl. 18:00 - 19:00

  Að lokinni keppni í frjálsum íþróttum verður boðið upp á frjálsíþróttaleika fyrir börn 10 ára og yngri. Þar fá þau að spreyta sig í nokkrum greinum. Engin skráning, bara að mæta í góða skapinu.

 • Íþróttahúsið – laugardagur kl. 10:00 - 12:00

  Glíman er þjóðaríþrótt Íslendinga og hefur lifað með þjóðinni frá Þjóðveldisöld. Talið er að landnámsmenn hafi flutt tvö mismunanid bragðasnauð fangbrögð með sér frá Norðurlöndunum og Bretlandseyjum og þau runnið saman í íslenskri glímu, fjölbreytt fang með tökum í föt og fjölda bragða. Við bjóðum gestum okkar að prófa þessa íþróttagrein undir styrkri leiðsögn Sabínu Steinunnar Halldórsdóttur. Engin skráning bara að mæta og prófa.

 • Skemmtitjaldið – laugardagur kl. 19:30 - 21:00 fyrir 10 ára og yngri og sunnudagur kl. 19:30 - 21:00 fyrir 11 ára og eldri.

  Hæfileikasviðið vinsæla verður að sjálfsögðu á sínum stað. Nóg er að mæta í spariskapinu. Hér er sungið, leikið og skemmt sér eins og krökkum einum er lagið. Karaoke er á staðnum. Engin skráning bara að mæta í góðu skapi og hafa gleðina að leiðarljósi.

 • Íþróttasvæðið – laugardagur kl. 13:00 - 15:00

  Að halda bolta á lofti er skemmtilegt. Við setjum klukkuna af stað og svo detta þátttakendur út einn af öðrum þar til einn stendur eftir. Við setjum nokkur holl af stað svo það má koma aftur og aftur. Engin skráning.

 • Íþróttahúsið – sunnudagur kl. 09:00 - 10:00
  Við byrjum þennan sunnudagsmorgun á jóga. Þar er hún Sigþrúður Jóna Harðardóttir, jógakennari sem tekur á móti gestum okkar, unglingum og fullorðnum og sér til þess að allir eigi notalega stund. Engin skráning, bara að mæta og njóta. 

 • Íþróttahúsið – laugardagur kl. 12:00 - 13:00

  Keppni í júdó fer fram á laugardagsmorgni og að henni lokinni bjóðum við upp á kynningu á þessari hressilegu íþróttagrein.  Allir velkomnir að kíkja við og sjá hvort þetta sé ekki eitthvað fyrir þig og þína. Engin skráning.

 • Úti körfuboltavöllur við Árskóla – laugardagur kl. 21:00 - 22:30

  Á laugadagskvöldinu verður sannkallað körfuboltafjör úti körfuboltavellinum við Árskóla. Tónlist og mikil gleði. Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta verða á svæðinu og halda uppi fjörinu. Engin skráning, bara að mæta og taka þátt í gleðinni.

 • Íþróttasvæðið – föstudagur, laugardagur og sunnudagur kl. 13:00 - 17:00

  Við setjum upp allskonar leiktæki, nokkur uppblásin leiktæki, ringó völl, crossnet, spike ball, stultur, frisbígolf, mini golf, krokket, panna velli ofl. ofl. ofl. Nú er bara að njóta.

 • Íþróttahúsið – laugardagur kl. 13:00 - 17:00

  Við setjum upp einföld leiktæki inni í íþróttahúsinu fyrir yngstu börnin. Foreldrar og börn geta notið þess sem þarna verður í boði.

 • Skemmtitjald – sunnudagur kl. 13:00 - 15:00

  Allir hafa einhvern listamann að geyma. Við bjóðum uppá listasmiðju í skemmtitjaldinu. Þar geta krakkarnir komið og málað listaverk sem síðan verður til sýnis. Allir velkomnir.

 • Gránumóar - laugardagur kl. 13:00 - 17:00

  Motocrosssýning fyrir aldurshópinn 6 - 18 ára fer fram á motocrossbrautinni á Gránumóum á laugardeginum frá kl. 13:00 - 17:00.

  Skráning fer fram á staðnum. 

  Mæting er klukkan 13:00.

  Æfing fer fram klukkan 13:30. 

  Sýningin hefst klukkan 14:00.

  Þátttakendur þurfa að koma með eigin hjól sem og allan öryggisbúnað. 

 • Íþróttasvæðið – föstudagur kl. 20:00

  Mótssetning verður á föstudagskvöldinu og hefst kl. 20:00. Allir gestir mótsins eru hvattir til að koma á mótssetninguna sem verður fjörug í ár m.a. söngur og flottar sýningar.

  Allir sem eru skráðir á mótið eru beðnir að mæta í skrúðgöngu kl. 19:30 á gervigrasvöllinn en þaðan verður gengið inn á völlinn. Allir eru hjartanlega velkomnir.

 • Íþróttasvæðið – sunnudagur kl 23:30

  Mótsslit verða kl. 23.30 og fara fram í kjölfar brekkusöngsins. Dagskránni lýkur með flugeldasýningu sem sést best frá gervigrasvellinum. Til að tryggja öryggi allra eru gestir okkar beðnir að fara út á gervigrasvöllinn þegar sýningin hefst.

 • Sandfjaran – föstudagur kl. 18:00 - 19:00

  Við bjóðum krökkum að koma og taka þátt í sandkastalagerð á sandströndinni við Sauðárkrók. Þar verða skóflur, fötur og alls konar áhöld. Allir velkomnir.

 • Sundlaugin – laugardagur kl. 18:00 - 19:30

  Við skellum í gott partý í Sundlaug Sauðárkróks. Tónlist og mikið fjör. En það þurfa allir að fara varlega að sjálfsögðu. Allir með armband fá frítt í sundlaugina.

 • Sundlaugin – laugardagur kl. 12:00 - 13:00

  Að lokinni keppni í sundi er boðið upp á sundleika fyrir börn 10 ára og yngri þar sem allir sigra. Engin skráning, bara að mæta og vera með í gleðinni.

 • Íþróttasvæðið / skemmtitjald – föstudagur, laugardagur og sunnudagur kl. 15:00 - 16:00

  Við ætlum að vera skemmtileg og syngja saman. Öll börn hjartanlega velkomin.

 • Íþróttasvæðið – fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 21:00

  Eftir að hafa stundað íþróttir allan daginn er frábært að taka fram dansskóna og skemmta sér á kvöldin með gömlum og nýjum vinum. Á íþróttasvæðinu verður stórt skemmtitjald þar sem flottir listamenn koma til með að halda uppi stuði og stemningu. Á sunnudagskvöldi ætlum við hinsvegar að skella í brekkusöng í Grænuklaufinni sem er ofan við gervigrasvöllinn.

  • Fimmtudagur: DJ Heisi. Heisi er einn þekktasti klúbba dj Norðurlands og ætlar að sjá til þess að allir fari dansandi inn í helgina. 
  • Föstudagur: Danssveit Dósa 
  • Laugardagur: Herra Hnetusmjör, Valdís og Emmsjé Gauti.
  • Sunnudagur: Brekkusöngur:  Magni, Jón Arnór & Baldur og Guðrún Árný

   Allir tónlistarviðburðirnir eru öllum opnir.
 • Frá íþróttahúsinu – fimmtudagur kl. 21:00 - 21:00

  Hlaupið um Skógarhlíðina sem er falin útivistarparadís. Hlaupið er upp með Sauðánni og skemmtilega leið. Allir velkomnir og velja sér hlaupalengd, engin tímataka. Allir á sínum forsendum og engrar skráningar krafist.

 • Skemmtitjald – laugardagur kl. 17:00 - 18:00

  Það er nauðsynlegt að svitna aðeins og taka hressilega á því. Við höfum fengið hana Raggý með okkur í lið og bjóðum uppá hressan Zumba tíma þar sem allir eru velkomnir, börn og fullorðnir. Engin skráning bara að mæta og taka á því.