Fara á efnissvæði

25. júlí 2023

Emmsjé Gauti, Guðrún Árný og margir fleiri á Unglingalandsmóti

Dagskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er afar fjölbreytt eins og alltaf. Alla dagana verður keppt í ýmsum íþróttagreinum og hægt að prófa og kynnast fjölmörgum nýjum. Auk íþrótta er boðið upp á heilmikla skemmti- og afþreyingadagskrá alla daga mótsins. Auk þess verða tónleikar á hverju kvöldi í risastóru samkomutjaldi á íþróttasvæðinu. 

Fram koma DJ Heisi, Danssveit Dósa, Herra Hnetusmjör, Emmsjé Gauti og Valdís. Á sunnudagskvöldinu verða svo tónleikar og brekkusöngur með Magna, Guðrúnu Árnýju og þeim Jóni Arnóri og Baldri.  

 

Skráning er í fullum gangi á umfi.is og er hægt að skrá þátttakendur á aldrinum 11-18 ára í allan þann fjölda greina sem í boði er á mótinu til mánudagsins 31. júlí næstkomandi.


Hægt er að sjá alla dagskránna sem er í boði á umfi.is