Allar fréttir
29. maí 2018
Jón Jónsson og Frikki Dór nota Hreyfibingó UMFÍ
„Hreyfibingóið var dásamlegt. Það er gaman að hvetja fólk til að hreyfa sig,“ segir Jón Jónsson tónlistarmaður. Hann og Friðrik Dór bróðir hans og vinir þeirra notuðu Hreyfibingó UMFÍ þegar þeir tóku á því í ræktinni í Kaplakrika í gær.
28. maí 2018
Gunnlaugur sæmdur starfmerki UÍF fyrir vel unnin störf
Gunnlaugur Stefán Vigfússon var sæmdur starfsmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf fyrir ungmennafélagshreyfinguna í gegnum árin á ársþingi Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) fór fram þann 15. maí. Á þinginu var Þórarinn Hannesson jafnframt endurkjörinn formaður UÍF.
28. maí 2018
Hreyfivika UMFÍ hófst í dag!
Hreyfivika UMFÍ hófst í dag og er þetta sjöunda skiptið sem hún er haldin. Hreyfivikan stendur frá 28. maí til 3. júní. Nú þegar eru 157 viðburðir af ýmsum toga skráðir í gagnrunn Hreyfiviku UMFÍ. Hvað ætlar þú að gera?
28. maí 2018
Stefán Arnarson: Það má ekki taka gleðina úr leiknum
Ef íþróttamenn eru glaðir á æfingum þá eru meiri líkur á að þeir nái árangi. En mikilvægt er að þjálfarar sýni leikmönnum líka virðingu, að sögn Stefáns Arnarsonar, þjálfara íþróttastjóran KR og þjálfara Íslandsmeistara Fram í handknattleik.
25. maí 2018
Viltu hafa góð áhrif á aðra í Hreyfiviku UMFÍ?
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) heldur Hreyfiviku í sjöunda sinn dagana 28. maí – 3. júní. Þessa dagana leitum við að boðberum hreyfingar, fólki á öllum aldri sem fær aðra til að hreyfa sig og finna sína uppáhalds hreyfingu.
25. maí 2018
Prófaðu Hreyfibingó í Hreyfiviku UMFÍ
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur búið til Hreyfibingó sem gaman er að nota í Hreyfiviku UMFÍ sem hefst mánudaginn 28. maí og stendur til 3. júní. Hreyfibingóið er stórskemmtilegt og hentar öllum aldurshópum. Hvað finnst þér gaman að gera?
22. maí 2018
Hreyfivika UMFÍ: Gott að brjóta vinnudaginn upp með hreyfingu
Bjarney Guðrún Jónsdóttir á Vopnafirði hefur verið boðberi hreyfingar í Hreyfiviku UMFÍ í mörg ár. Hreyfivika UMFÍ verður haldin í sjöunda sinn dagana 28. maí til 3. júní nk. Bjarney mælir með því að fólk taki þátt og segir frábært að brjóta upp daginn í vinnunni og hreyfa sig með samstarfsfólki.
17. maí 2018
Einstaklega hugmyndarík ungmenni í Borgarfirði
„Nemendurnir voru duglegir og komu með flottar ábendingar og hugmyndir sem verða teknar áfram og unnið áfram með innan ungmennafélagshreyfingarinnar,“ segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSB um Umræðupartý UMSB og UMFÍ sem haldið var í gær. Hann segir það einsdæmi að ná ungmennunum saman.
16. maí 2018
Jóhann Björn er nýr formaður HSS
„Það er hellingur framundan hjá okkur,“ segir Jóhann Björn Arngrímsson, en hann tók við sem formaður Héraðssambands Strandamanna (HSS) á ársþingi sambandsins á dögunum.