Allar fréttir
![](/media/wuxjm34w/img_9062.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cb92a7dc70 1x)
13. júlí 2018
Mikið um að vera á fyrsta degi Landsmótsins
Sauðárkrókur hefur verið undirlagður Landsmótinu í dag. Bærinn tók að fyllast af fólki strax í gær á fyrsta degi mótsins. Mótið verður sett með húllumhæi í Aðalgötunni á Sauðárkróki síðdegis í dag og verður grillveisla fram á kvöld.
![](/media/q2gjtyj5/d-002.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cb8b231e10 1x)
12. júlí 2018
Leiðbeiningar fyrir Landsmóts-appið
Greiðslumiðlun í samstarfi við UMFÍ hefur útbúið app fyrir síma sem við hvetjum alla til að nýta sér á Landsmótinu. Í appinu er að finna yfirlit yfir alla viðburði mótsins. Appið gerir Landsmótið enn skemmtilegra.
![](/media/ik5kjroz/_mg_2405.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cb8f007f50 1x)
12. júlí 2018
Hægt að skrá sig í götuhjólreiðar þar til seint á föstudagskvöld
Vakin er athygli á því að opið er fyrir skráningu í götuhjólreiðar á Landsmótinu til klukkan 19:00 á föstudagskvöld. Þeir sem ná því ekki geta haft samband við Maríu Sæmundsdóttur, sérgreinarstjóra í götuhjólreiðum.
![](/media/2pshjpht/bwin3110.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cb8422d1f0 1x)
11. júlí 2018
Páll Óskar: Stanslaus sviti og stuð á Pallaballi á Króknum
„Þetta verður pásulaus aerobic-tími í fjórar klukkustundir. Ólýsanleg smitandi gleði og stemning þar sem allir munu syngja með,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem verður í aðalhlutverki á Pallaballi á Landsmótinu á Sauðarkróki á laugardag. Hann segir Pallaballið verða stanslaust stuð inn í nóttina.
![](/media/u05bos3k/37002262_1763196797130997_2863251179217879040_o.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cb87a2f800 1x)
11. júlí 2018
Landsmótstjaldið komið upp á Sauðárkróki
„Við erum að ganga frá því síðasta. Margir eru búnir að koma á skrifstofuna til okkar að skrá sig og eru að undirbúa morgundaginn,“ segir Pálína Ósk Hraundal, einn af tveimur verkefnastjórum Landsmótsins. Mótið hefst í dag með þriggja tinda göngu. Fólk þarf að skrá sig í gönguna.
![](/media/dbtdd1zq/36866277_2220172107999911_7681814480824565760_n.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cb7d0e88a0 1x)
10. júlí 2018
Birgitta ætlar í golf og strandblak á Landsmótinu með manni sínum og vinkonu
„Ég er forfallinn golfari og stefni á að lækka forgjöfina. Mér lýst mjög vel á Landsmótið.“ segir Birgitta Guðjónsdóttir, íþróttakennari við Lundaskóla á Akureyri. Hún bíður spennt eftir Landsmótinu á Sauðárkróki um næstu helgi enda búin að skrá sig til þátttöku í bæði golfi og strandblaki.
![](/media/xm4oxndd/omar.png?width=530&height=350&v=1d9a9cb80a718b0 1x)
10. júlí 2018
Búist við þúsundum gesta á Landsmótið á Sauðárkróki
Undirbúningur er á lokametrunum fyrir Landsmótið á Sauðárkróki um næstu helgi. Von er á þúsundum gesta í bæinn enda heilmikið fjör í vændum í bæði íþróttum og afþreyingu. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsmótsins, segir í samtali við Morgunblaðið, allt í fullum gangi.
![](/media/txybzn3g/12509779_10153797799152416_4158661652165612459_n.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cb79849e90 1x)
08. júlí 2018
Karen og systir hennar hafa skráð sig í 15 greinar á Landsmótinu
„Mig langar að prófa eins margar greinar og ég get. Þetta er allt svo spennandi,“ segir Karen Mjöll Björgvinsdóttir. Hún hefur skráð sig í 15 greinar á Landsmótinu á Sauðárkróki og ætlar að mæta með systur sinni. Karen ætlar í metabolic, strandblak og pönnukökubakstur og margar fleiri.
![](/media/hlykytbx/1e1a7165.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cb75ffe4a0 1x)
06. júlí 2018
Stanslaust stuð á Króknum á Landsmótinu
Glæsilegt kynningarblað um Landsmótið fylgdi Fréttablaðinu í gær. Í blaðinu er rætt við Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, um þessa íþróttaveislu sem framundan er á Sauðárkróki. Bræðurnir Gunnar og Sævar Birgissynir ætla að keppa í nokkrum greinum og Auddi Blö talar um götupartíið.