Öllum flokkum

09. maí 2024
Mikil gleði í Forsetahlaupi UMFÍ
Vel á þriðja hundrað þátttakendur sprettu úr spori í Forsetahlaupi UMFÍ sem fram fór á Álftanesi í blíðskaparveðri í morgun. Hlaupið var fyrir alla fjölskylduna, allskonar fólk og allskonar fætur.

08. maí 2024
Þórunn og Jóhanna sæmdar gullmerki HSV
Þær Þórunn Pálsdóttir og Jóhanna Oddsdóttir frá Skíðafélagi Ísfirðinga voru sæmdar gullmerki félagsins á héraðsþingi HSV í gær.

06. maí 2024
Þreyttar húsmæður hlaupa með forseta Íslands
„Þetta er fullkomið hlaup fyrir okkur, enda engar hlaupadrottningar og sumar okkar ætla að ganga,“ segir Bryndís Snorradóttir, forsprakki skokkhópsins Þreyttar húsmæður, sem ætlar að hlaupa í Forsetahlaupi UMFÍ á fimmtudag.

03. maí 2024
Kulsæknir Pólverjar í Forsetahlaupi UMFÍ
Hópur tíu Pólverja sem stunda sund í köldu vatni hafa skráð sig í Forsetahlaup UMFÍ. Mikilvægt að fólk stundi hreyfingu með öðrum, segir Agnieszka Narkiewicz, sem stofnaði félagið utan um áhugamálið fyrir nokkrum árum.

02. maí 2024
Námskeið á Akureyri
Tvö námskeið, annarsvegar um barnavernd og hinsvegar um samskipti og siðareglur fara fram mánudaginn 6. maí á Akureyri. Námskeiðin eru opin fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar.

02. maí 2024
Inga Kristín hlaut starfsmerki UMFÍ
Inga Kristín Sveinbjörnsdóttir fékk starfsmerki UMFÍ á ársþingi USÚ í vikunni. Hún hefur starfað sem sjálfboðaliði fyrir USÚ frá fermingaraldri eða síðan árið 1972. Formaður USÚ segir þingið það besta í hennar formannstíð.

30. apríl 2024
Blað brotið í afreksmálum
Skýrsla starfshóps um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks var kynnt í dag. Hópurinn skilaði skýrslunni ásamt tillögum til mennta- og barnamálaráðherra um stóreflingu afreksíþróttastarfs.

30. apríl 2024
Opið í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ til morgundags
Við minnum á að opið er fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Hægt verður að senda umsóknir til sjóðsins fram að miðnætti á morgun, aðfaranótt 2. maí. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni íþrótta- og ungmennafélaga.

29. apríl 2024
Karl sæmdur Gullmerki
Íþróttakempan og kennarinn Karl Lúðvíksson var sæmdur Gullmerki UMFÍ á ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar á laugardag. Karl er þekktur fyrir störf sín og er fastagestur á Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið er ár hvert.