Öllum flokkum

29. maí 2024
ÍRB sækir um aðild að UMFÍ
„Við fögnum samstarfinu við UMFÍ,“ segir Rúnar V. Arnarson, formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍBR). Samþykkt var á ársþingi bandalagsins í byrjun vikunnar að sækja um aðild að UMFÍ. Aðeins eitt bandalag stendur nú utan UMFÍ.

27. maí 2024
Umsóknir um styrki í þágu farsældar barna
Mennta- og barnamálaráðherra auglýsir eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum til verkefna sem varða farsæld og samfélagslega virkni barna og fjölskyldur.

22. maí 2024
Mótsgestir fá sértilboð í gistingu
Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. - 9. júní næstkomandi. Hótel Vellir í Hafnarfirði bjóða mótsgestum upp á tilboð á sérkjörum. Stutt er í aðra gistingu í Vogum.

21. maí 2024
Eldhress Skinfaxi kominn út!
Nýjasta tölublað Skinfaxa er komið út. Þema blaðsins er heilsuefling fólks yfir miðjum aldri. Eldri borgarar hjá Hamri í Hveragerði eru heimsóttir, rætt við Flemming Jessenum Landsmót UMFÍ 50+ og Ásmund Einar um svæðastöðvar og farsældarlög.

20. maí 2024
„Hlaupin gefa mér mikið“
Hugrún Árnadóttir er á meðal elstu meðlima í skokkhópi Hauka í Hafnarfirði. Hún var tæplega sextug þegar hún byrjaði að hlaupa. Hugrún segir hlaupin hafa gefið sér mikið. Hún ræðir um þau í nýjasta tölublaði Skinfaxa.

16. maí 2024
Íþróttahreyfingin í framlínu farsældar
Bjarney Bjarney Láru Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri UMSB, Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍA, og Gunnhildur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri HSH), voru á meðal framlínufólks á Farsældardeginum í Borgarnesi í dag.

15. maí 2024
Nýir stjórnendur í hreyfingunni
Einar Ingi Hrafnsson var í upphafi mánaðar ráðinn framkvæmdastjóri Aftureldingar og Jens Sigurðsson tekur við í haust sem framkvæmdastjóri Tennis- og Badmintonsfélags Reykjavíkur (TBR).

15. maí 2024
Ungmennaráð UMFÍ verðlaunað
Á dögunum hlaut Ungmennaráð UMFÍ gæðaviðurkenningu fyrir ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði á uppskeruhátið evrópskra samstarfsverkefna.

14. maí 2024
Nú geturðu skráð þig á Landsmót UMFÍ 50+
Nú er búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+. Mótið fer fram í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. – 9. júní í samstarfi við Þrótt Vogum og Sveitarfélagið Voga. Þú getur skráð þig hér.