Öllum flokkum
15. maí 2018
Kynning á námslínu fyrir stjórnendur í þriðja geiranum
Kynningarfundur um námslínuna Stjórnendur í í þriðja geiranum verður haldinn fimmtudaginn 17. maí kl. 9:00 í Háskólanum í Reykjavík. Námslínan „Stjórnendur í þriðja geiranum - frjáls félagasamtök og sjálfseignastofnanir“ mun svo hefja göngu sína í október.
12. maí 2018
Margir vildu prófa að skjóta af rifflum í Kringlunni
Endalaus áhugi var á rafrifflum sem voru sýndir og fólki leyft að prófa á Sportdögum í Kringlunni í dag. Gestir á Sportdögum í Kringlunni fengu að prófa að skjóta í mark með rifflunum á sérmerktri skotbraut í göngugötu Kringlunnar þar sem UMFÍ kynnti Landsmótið sem verður á Sauðárkróki í sumar.
11. maí 2018
Nýr formaður HSV: „Ég er þessi virka í foreldrafélaginu“
„Þetta verður spennandi enda búið að byggja upp ótrúlega öflugt starf hér á Ísafirði,“ segir Ásgerður Þorleifsdóttir. Hún tók við af Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur sem formaður Héraðssambands Vestfjarða (HSV) á ársþingi sambandsins á miðvikudag.
11. maí 2018
Hver er þín skoðun?
Þá er komið að næsta umræðupartýi UMFÍ. Að þessu sinni ferð það fram miðvikudaginn 16. maí í félagsheimilinu Logalandi, Borgarbyggð. Smelltu á lesa meira fyrir frekari upplýsingar.
09. maí 2018
Ert þú sá/sú sem við leitum að?
Ert þú tómstundaleiðbeinandinn sem við leitum að? UMFÍ leitar að hressum og orkumiklum tómstundaleiðbeinanda sem hefur áhuga á að vinna með 14 - 15 ára ungmennum í Ungmenna- og tómstundabúðum UMFÍ að Laugum í Sælingsdal.
08. maí 2018
Frábært nýtt tölublað Skinfaxa komið út
Hvað er þetta Landsmót? Eru íþróttafélögin tilbúin fyrir nýju persónuverndarlögin? Gera lukkudýrin gagn? Þessu er svarað í nýjasta tölublaði Skinfaxa sem var að koma út. Eins og alltaf er blaðið stútfullt af fræðandi efni sem gagnast ungmennafélögum og fólki sem hefur áhuga á hreyfingu.
07. maí 2018
Sambandsaðilar UMFÍ kynntu sér mótasvæðið á Sauðárkróki
Vorfundur UMFÍ var haldinn á Sauðárkróki á föstudagskvöld og fyrri part laugardags dagana 4. – 5. maí. Á vorfundinn mættu fulltrúar sambandsaðila UMFÍ ásamt starfsfólki. Á fundinum var farið yfir Landsmótið á Sauðárkróki í sumar og Unglingalandsmótið í Þorlákshöfn.
04. maí 2018
Fjölnir eykur þjónustu við deildirnar
Stjórn Fjölnis í Grafarvogi hefur stórbætt þjónustu við deildir félagsins á undanförnum árum. Þjónustan við deildirnar hefur verið að færast inn á skrifstofuna. Það styttir boðleiðir, eykur skilvirkni og bætir nýtingu á aðstöðu félagsins.
03. maí 2018
Ráðstefna fyrir ungmenni
Ert þú á aldrinum 18 - 22 ára og hefur áhuga á að skella þér til Finnlands í sumar?. Ef svo er smelltu þá á lesa meira fyrir allar upplýsingar.