Svæðisstöðvar
15. október 2024
Svæðisstöðvar eru stærsta verkefnið
Stærsta verkefni íþróttahreyfingarinnar framundan felst í því að halda áfram að virkja svæðisstöðvar íþróttahéraðanna og nýta tækifærin sem þær bjóða upp á, segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.
02. október 2024
Fullt hús með ráðningu Sigríðar Ingu
„Mér lýst rosalega vel á þetta verkefni. Það verður gaman að kynnast því góða fólki sem rekur íþróttahreyfinguna um allt land,“ segir Sigríður Inga Viggósdóttir, sem hefur verið ráðin sem svæðisfulltrúi á svæðisstöð íþróttahreyfingarinnar á Norðurlandi vestra.
12. september 2024
Erla bætist í hópinn
Erla Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin í starfshóp svæðisstöðva íþróttahéraðanna á Austurlandi. Hún er spennt yfir því að vera hluti af flottu teymi.
31. ágúst 2024
Starfsdagur svæðisfulltrúa íþróttahéraða
„Þetta er æðislegur hópur, sem vill ganga í takt í splunkunýju verkefni,“ segir Hanna Carla Jóhannsdóttir, verkefnastjóri svæðisstöðva íþróttahéraðanna. Hún fundaði á miðvikudag með starfsfólki allra svæðisstöðvanna.
26. ágúst 2024
Ásmundur Einar: Svæðisstöðvar og mælistikur
Í fyrra voru samþykktar nokkuð samhljóða tillögur á þingum ÍSÍ og UMFÍ að stofnun svæðastöðva með stuðningi stjórnvalda um allt land auk breytinga á fyrirkomulagi lottógreiðslna. Hér er rætt um málið við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
16. maí 2024
Íþróttahreyfingin í framlínu farsældar
Bjarney Bjarney Láru Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri UMSB, Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍA, og Gunnhildur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri HSH), voru á meðal framlínufólks á Farsældardeginum í Borgarnesi í dag.
15. apríl 2024
Starfsstöðvar styrki íþróttahreyfinguna
UMFÍ og ÍSÍ styðja við íþróttastarf með stofnun átta starfsstöðva um allt land. Formaður UMFÍ segir markmiðið að efla íþróttastarf, mæta auknum kröfum og fjölga tækifærum fyrir iðkendur með fötlun og börn af erlendum uppruna.
03. apríl 2024
Mikill áhugi á störfum í íþróttahreyfingunni
ÍSÍ og UMFÍ auglýstu í byrjun mars eftir sextán stöðugildum til að taka þátt í að byggja upp öflugt starf íþróttahéraða á landinu öllu. Umsóknarfrestur rann út þann 2. apríl síðastliðinn.
11. mars 2024
Hanna Carla stýrir samræmingu svæðastöðva
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hafa ráðið Hönnu Hönnu Cörlu Jóhannsdóttur til að stýra innleiðingu og samræmingu á svæðastöðvum íþróttahéraða.