Svæðisstöðvar
16. janúar 2025
Kristján er nýr svæðisfulltrúi íþróttahéraða
„Ég er fullur tilhlökkunar,“ segir Kristján Sturluson, sem hefur verið ráðinn í starf svæðisfulltrúa íþróttahéraða á Norðurlandi eystra. Kristján tekur við starfinu af Hansínu Þóru Gunnarsdóttur, sem um leið færir sig yfir á svæðisstöð höfuðborgarsvæðisins.
07. janúar 2025
Birna: Hugsum heildrænt um íþróttastarfið
Birna Hannesdóttir er í starfshópi átta svæðisstöðva íþróttahéraðanna sem tóku til starfa á síðasta ári. Hún er búsett á Patreksfirði, vinnur á Vestfjörðum og horfir til þess að aukið samstarf skili sér í betri íþróttahreyfingu.
06. janúar 2025
Álfheiður: Draumurinn að auðvelda íþróttastarfið
Álfheiður Sverrisdóttir er í starfshópi átta svæðisstöðva íþróttahéraðanna sem tóku til starfa á síðasta ári. Hún vinnur á Vesturlandi og horfir til þess að aukið samstarf skili sér í betri íþróttahreyfingu.
02. janúar 2025
Opið fyrir umsóknir í Hvatasjóðinn
Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar er nýr sjóður á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) með stuðningi Mennta- og barnamálaráðuneytis. Opið er fyrir umsóknir í hann til 27. janúar 2025.
05. nóvember 2024
Hvað fær þitt barn háan frístundastyrk?
Sveitarfélög landsins styrkja íþróttastarf með ýmsu móti. Í nýjasta tölublaði Skinfaxa, tímariti UMFÍ, er fjallað um frístundastyrki frá ýmsum hliðum. Hér má sjá dæmi um frístundastyrki á ýmsum stöðum.
31. október 2024
Íþróttahreyfingin betur í stakk búin fyrir aðgerðir
„Íþróttahreyfingin vill tól og tæki sem nýtast í starfi en ekki enn eina skýrsluna,“ segir Rakel Magnúsdóttir, svæðisfulltrúi á Suðurlandi. Hún fór yfir starf svæðisstöðva íþróttahreyfingarinnar ásamt Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur, sem er hinn svæðisfulltrúinn á Suðurlandi.
30. október 2024
Nýtt fræðsluefni í hinseginfræðslu í íþrótta- og æskulýðsstarfi
Sveinn Sampsted og Þorbjörg Þorvaldsdóttir frá Samtökunum '78 kynntu í vikunni nýtt fræðsluefni í hinseginfræðslu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf. Fræðsluefnið samanstendur af þremur bæklingum og tveimur plakötum.
28. október 2024
Ekki gleyma að sækja um styrk
Við minnum á að opið er fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ til 1. nóvember næstkomandi, það er á föstudag. Sjóðurinn styður við verkefni íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar, þjálfun, félagsstörf og fleira.
16. október 2024
Ásmundi þakkaður stuðningur við svæðisstöðvar
Ásmundi Einar Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, voru færðar þakkir á sambandsráðsfundi UMFÍ fyrir skjót viðbrögð og stuðning við svæðisstöðvar íþróttahéraðanna. Hann hitti starfsfólk svæðisstöðvanna í Borgarfirði á dögunum.