Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

23. ágúst 2023

Að jörðu skaltu aftur verða!

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fer fram dagana 22. - 24. september. Yfirskrift ráðstefnunnar er að jörðu skaltu aftur verða sem vísar til umhverfis- og loftlagsmála. Skráning er hafin og geta öll ungmenni á tilsettum aldri skráð sig til þátttöku.

22. ágúst 2023

Forsetahlaup

Hvernig væri að hlaupa með forseta Íslands í Forsetahlaupi UMFÍ sem fram fer laugardaginn 2. september á Patreksfirði. Fjölskylduviðburður þar sem áhersla er á gleði, hreyfingu og samveru - eða hinn sanna ungmennafélagsanda!

17. ágúst 2023

Verndum þau - barnaverndarnámskeið

Mikilvægt er fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, að geta lesið í vísbendingar um vanrækslu og/eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt og vita hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum.

12. ágúst 2023

Geggjað gaman í Drulluhlaupi

Geggjað gaman var í Drulluhlaupi Krónunnar og UMFÍ sem fram fór laugardaginn 12. september. Rúmlega 800 hlauparar sprettu úr spori. Þetta var í annað sinn sem viðburðurinn fór fram. Einn hljóp í jakkafötum og með bindi á meðan aðrir dunduðu sér við að maka á sig alla í drullu.

07. ágúst 2023

Kappið geti því miður borið fegurðina ofurliði

„Við þekkjum í keppni að kappið getur borið fegurðina ofurliði. Mikilvægast við slíkar aðstæður er að geta litið í eigin barm, lært af aðstæðum og haldið áfram með virðingu og vinsemd fyrir hverju öðru,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

07. ágúst 2023

Fyrirmyndarbikarinn áfram í Vestur-Skaftafellssýslu

Þátttakendur frá Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) hlutur Fyrirmyndarbikarinn eftirsótta á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Þetta er í annað árið í röð sem Fyrirmyndarbikarinn fer til USVS.

06. ágúst 2023

Metþátttaka í kökuskreytingum

Róbert Óttarsson bakarameistari stóð í ströngu með bakaradrengnum við undirbúning keppni í kökuskreytingum sem fram fer í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag.

06. ágúst 2023

Engin þrumuskot í blindrabolta

„Hér verða engin þrumuskot!‟ sagði íþróttakempan Karl Lúðvíksson, sem stýrði blindrafótbolta á Unglingalandsmóti UMFÍ í dag.

05. ágúst 2023

Fólk trúir því ekki að þetta er spennistöð

„Þetta er nýjung sem á engan sinn líka og setur ný viðmið á tjaldsvæðum framtíðarinnar,‟ segir Gunnar Þór Gestsson, tjaldbúðastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ og formaður Ungmennasambands Skagafjarðar, um rafkerfið á tjaldsvæði mótsins.