Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

11. mars 2024

Vilt þú taka þátt í að efla íþróttastarf?

ÍSÍ og UMFÍ leita að sextán hæfileikaríkum og metnaðarfullum einstaklingum með brennandi áhuga á íþróttastarfi á Íslandi til að taka þátt í að byggja upp öflugt starf íþróttahéraða á öllu landinu.  

11. mars 2024

„Það skiptir ekki máli í hverjum hjartað er“

„Ef við ætlum að ná jafnrétti í íþróttum, þá þurfum við fólk með jafnréttishjarta í forystu. Það skiptir ekki máli í hverjum hjartað er,“ segir Klara Bjartmarz. fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ. Hún hélt erindi á ráðstefnunni Konur og íþróttir.

11. mars 2024

Hanna Carla stýrir samræmingu svæðastöðva

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hafa ráðið Hönnu Hönnu Cörlu Jóhannsdóttur til að stýra innleiðingu og samræmingu á svæðastöðvum íþróttahéraða. 

07. mars 2024

Horfðu á ráðstefnuna í beinni útsendingu

Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir miðum á ráðstefnuna Konur og íþróttir, forysta og framtíð, sem fram fer í fyrramálið í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Nú er svo komið að allir miðar eru búnir og uppselt á staðinn.

06. mars 2024

Hvar eru karlarnir?

Afar fáir karlar eru skráðir til þátttöku á ráðstefnu sem fjallar um konur í íþróttum, stjórnum félaga og í starfi íþróttafélaga. Aðeins 15 karlar eru skráðir. Á sama tíma eru yfir hundrað konur skráðar til þátttöku.

04. mars 2024

Íþróttahreyfingin undirbýr 16 ný störf

Sextán störf á nýjum svæðastöðvum íþróttahreyfingarinnar verða auglýst á næstu dögum. Fólk sem sæti á í undirbúningshópi segja vinnu með grasrótinni skipta miklu máli. 

01. mars 2024

Allir með af stað í Árborg

„Ég hvet alla þjálfara til að taka þessu verkefni með opnum hug, því sigrar barna með fötlun eru gríðarlega stórir,“ sagði Þórdís Bjarnadóttir frá Íþróttafélaginu Suðra við undirritun samstarfssamnings á vegum Hvatasjóðs verkefnisins Allir með við Ungmennafélag Selfoss og Íþróttafélagið Suðra. 

01. mars 2024

Konur og íþróttir, forysta og framtíð

Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars næstkomandi standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) fyrir ráðstefnunni Konur og íþróttir, forysta og framtíð. Hvar eru konurnar? 

24. febrúar 2024

Fullt af frambærilegum konum í hreyfingunni

„Ég heyri sagt að konur bjóði sig ekki fram, láti ekki í sér heyra, standi frekar á hliðarlínunni. Á sama tíma vitum við að það er fullt af frambærilegum konum í hreyfingunni,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.