Allar fréttir

20. mars 2024
Sveinbjörg er nýr formaður USVH
Sveinbjörg Rut Pétursdóttir tók við sem nýr formaður Ungmennsambands Vestur-Húnvetninga (USVH) á héraðsþingi sambandsins í gær. Hún tekur við af Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur, sem setið hefur í formannsstólnum síðastliðin fjögur ár.

20. mars 2024
Minnum á umsóknir í Umhverfissjóð
Búið er að opna fyrir umsóknir í Umhverfissjóð UMFÍ. Sjóðurinn styrkir umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl ár hvert.

18. mars 2024
Ingvi og Kristján sæmdir gullmerki UMFÍ
Ingvi Árnason og Kristján Gíslason voru heiðraðir með gullmerki UMFÍ á 102. sambandsþingi Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) í síðustu viku. Guðrún Hildur Þórðardóttir, sambandsstjóri UMSB, hlaut starfsmerki UMFÍ á sama tíma.

17. mars 2024
Ert þú nýi bókari UMFÍ?
UMFÍ leitar eftir reyndum og öflugum bókara í 50-75% starf í okkar frábæra starfsmannateymi. Möguleiki er á 100% starfshlutfalli með öðrum verkefnum sem falla ekki undir störf bókara.

15. mars 2024
Góð mæting á Héraðsþing HSK
UMFÍ veitti þrjú starfsmerki UMFÍ á héraðsþingi HSK í gær. Þau hlutu Gestur Einarsson og Helga Kolbeinsdóttir, sem bæði eru frá Ungmennafélagi Gnúpverja, og Ingvar Garðarsson frá Ungmennafélagi Skeiðamanna.

15. mars 2024
Opið fyrir umsóknir í Skólabúðir UMFÍ
Við erum að undirbúa skólaárið 2024 / 2025. Skólabúðir UMFÍ á Reykjum eru ætlaðar nemendum í 7. bekk grunnskóla af öllu landinu. Aðsókn í búðirnar er afar góð. Umsóknarfrestur er til 8. apríl.

14. mars 2024
Petra Ruth ætlar að sitja eitt ár til viðbótar
„Ég bið ykkur öll að vera vakandi fyrir næsta formannsefni,“ skrifaði Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Þróttar Vogum, í ávarpi sínu á aðalfundi félagsins. Þar tilkynnti Petra að hún ætli að sitja eitt ár til viðbótar en hætta svo sem formaður.

14. mars 2024
Hvetja íbúa til að eignast fleiri börn
Hjónin Freydís Anna Arngrímsdóttir og Hörður Þór Benónýsson voru sæmd Gullmerki HSÞ á þingi Héraðssambands Þingeyinga á dögunum. Öll stjórnin var endurkjörin á þinginu.

14. mars 2024
Heiðra Heiðar og langstökksþríeykið
Heiðar Ingi Jóhannsson var sæmdur Gullmerki UMFÍ á Héraðssþingi Héraðssambandsins Hrafna-Flóka. Á sama tíma fékk langstökksþríeykið svokallaða starfsmerki. Þríeykið eru þær Ásdís Guðjónsdóttir, Guðrún Helga og Valgerður Jónasdóttir.