Allar fréttir
13. apríl 2018
Undrast að ekki eru lýðháskólar á Íslandi
Lisbeth Trinskjær er skólastjóri lýðháskóla í Danmörku. Hún var stödd hér á landi í fyrrahaust ásamt fleiri lýðháskólafrömuðum af Norðurlöndunum og snýr aftur eftir nokkra daga til að halda fyrirlestur um reynsluna af rekstri lýðháskóla á Norðurlöndunum.
12. apríl 2018
Jón Egill er nýr framkvæmdastjóri UDN
„Þetta leggst afar vel í mig enda er starfið fjölbreytt,“ segir Jón Egill Jónsson sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN). Hann tók til starfa rétt eftir miðjan mars og er jafnframt íþrótta- og tómstundafulltrúi Dalabyggðar.
11. apríl 2018
Umsóknarfrestur í Umhverfissjóð er til 15. apríl
UMFÍ minnir á að frestur til að sækja um í Umhverfissjóð UMFÍ rennur út 15. apríl næstkomandi.
10. apríl 2018
Iða Marsibil endurkjörinn formaður
Iða Marsibil Jónsdóttir var endurkjörinn formaður á 39. Héraðsþingi Héraðssambandsins Hrafna-Flóka sem haldið var 4. apríl síðastliðinn í Félagsheimili Patreksfjarðar.
09. apríl 2018
Rekstur íþróttahéraðsins UMSS styrkist
Ingibjörg Klara Helgadóttir, nýkjörinn formaður Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) og Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, skrifuðu í morgun undir samning á milli félagsins og sveitarfélagsins. Með samningnum skuldbindur sveitarfélagið sig til að styrkja UMSS árlega.
07. apríl 2018
Þingmenn leggja til að ráðherra skipi starfshóp um lýðháskóla
Willum Þór Þórsson og fleiri þingmenn leggja til að Alþingi feli Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að skipa starfshóp sem skipuleggi stofnun lýðháskóla UMFÍ á Laugarvatni. Á sama tíma er unnið að frumvarpi til laga um lýðháskóla í menntamálaráðuneytinu.
06. apríl 2018
Rætt um lýðháskóla
Hvernig á að búa til skóla úr engu? Því velti Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, meðal annars upp í erindi um áform UMFÍ að stofna lýðháskóla á Laugarvatni. UMFÍ er meðal þeirra sem standa að ráðstefnu um lýðháskóla á Íslandi. Hinir eru LungA skólinn og Lýðháskólinn á Flateyri.
01. apríl 2018
Nú getur þú skráð þig á Landsmótið
Í dag var opnað fyrir skráningu á Landsmótið í Skagafirði í sumar. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir mótið nýjung og sér fyrir sér að það verði vettvangur fjölskyldu og vinahópa, skólafélaga og fleiri sem njóta þess að stunda íþróttir.
28. mars 2018
Sigurður er nýr formaður UMSE
Talsverðar breytingar urðu á stjórn Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) á ársþingi í síðustu viku. Sigurður Eiríksson var kosinn formaður. Á þinginu hlaut Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvík/Reyni starfsmerki UMFÍ.