Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

03. nóvember 2023

Aldís er nýr verkefnastjóri hjá UMFÍ

„Ég er mjög spennt fyrir því að vera komin til starfa,“ segir Aldís Baldursdóttir, sem í vikunni var ráðin í tímabundið starf verkefnastjóra hjá UMFÍ. Hún mun sjá um gerð alþjóðlegra styrkumsókna og margt fleira í samskiptum við sambandsaðila UMFÍ.

01. nóvember 2023

Eftir því sem börn æfa meira eru minni líkur á að þau hætti í íþróttum

Fjöldi íþróttagreina og æfinga hefur áhrif á brottfall ungra iðkenda úr íþróttum. Nýráðinn prófessor í íþróttafræðum kafaði ofan í gögn Sportabler.

01. nóvember 2023

Ný tækifæri fyrir íþróttafræðinema

„Íþróttafræðinemum munu skapast ný tækifæri í námi sínu hér í HÍ með að öðlast færni við afkastagetu mælinga og verða dýrmætari starfskraftar að námi loknu,“ segir Þórdís Lilja Gísladóttir, forseti deildar Heilsueflingar íþrótta- og tómstunda við Háskóla Íslands (HÍ).

31. október 2023

Síðasti séns til að sækja um í Fræðslu- og verkefnasjóð

Við bendum á að enn er opið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Hægt er að senda inn umsóknir í sjóðinn til morgundagsins, 1. nóvember 2023.

25. október 2023

Birna er nýr matmaður UMFÍ

Íþróttakennarinn Birna Baldursdóttir er nýjasti matmaður UMFÍ. Birna var útnefnd matmaður á 53. Sambandsþingi UMFÍ sem fram fór á Hótel Geysi í Haukadal um helgina.

23. október 2023

Rakel og Ásgeir ný inn í stjórn UMFÍ

Rakel Másdóttir og Ásgeir Sveinsson komu ný inn í varastjórn UMFÍ á sambandsþingi um helgina. Þau koma í stað þeirra Gissurar Jónssonar og Lárusar B. Lárussonar sem gáfu ekki kost á sér áfram.

21. október 2023

Tímamótatillaga samþykkt á þingi UMFÍ

„Hér voru tekin stórkostleg skref. Íþróttahreyfingin á að vera í fararbroddi og sýnir nú í verki að hún er tilbúin til að taka stórar og mikilvægar ákvarðanir,‟ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ. Tímamótatillaga var einróma samþykkt á sambandsþingi UMFÍ í dag.

21. október 2023

Ársskýrsla UMFÍ 2023

Glæsileg ársskýrsla UMFÍ kom út í tengslum við 53. sambandsþing UMFÍ. Hana má nálgast í heild sinni hér.

21. október 2023

Forseti Íslands: Ungmennafélögin lykilaðilar í lýðheilsu

Ungmennafélög geta gegnt lykilhlutverki í lýðheilsumálum, stuðlað að hollri hreyfingu og útivist, æfingum og keppni. „Aðgerðir á sviði lýðheilsu eiga að snúast um jákvæða hvata og heilbrigt sjálfstraust án alls metings og monts,‟ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.