Öllum flokkum

14. mars 2024
Petra Ruth ætlar að sitja eitt ár til viðbótar
„Ég bið ykkur öll að vera vakandi fyrir næsta formannsefni,“ skrifaði Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Þróttar Vogum, í ávarpi sínu á aðalfundi félagsins. Þar tilkynnti Petra að hún ætli að sitja eitt ár til viðbótar en hætta svo sem formaður.

14. mars 2024
Hvetja íbúa til að eignast fleiri börn
Hjónin Freydís Anna Arngrímsdóttir og Hörður Þór Benónýsson voru sæmd Gullmerki HSÞ á þingi Héraðssambands Þingeyinga á dögunum. Öll stjórnin var endurkjörin á þinginu.

14. mars 2024
Heiðra Heiðar og langstökksþríeykið
Heiðar Ingi Jóhannsson var sæmdur Gullmerki UMFÍ á Héraðssþingi Héraðssambandsins Hrafna-Flóka. Á sama tíma fékk langstökksþríeykið svokallaða starfsmerki. Þríeykið eru þær Ásdís Guðjónsdóttir, Guðrún Helga og Valgerður Jónasdóttir.

11. mars 2024
Vilt þú taka þátt í að efla íþróttastarf?
ÍSÍ og UMFÍ leita að sextán hæfileikaríkum og metnaðarfullum einstaklingum með brennandi áhuga á íþróttastarfi á Íslandi til að taka þátt í að byggja upp öflugt starf íþróttahéraða á öllu landinu.

11. mars 2024
„Það skiptir ekki máli í hverjum hjartað er“
„Ef við ætlum að ná jafnrétti í íþróttum, þá þurfum við fólk með jafnréttishjarta í forystu. Það skiptir ekki máli í hverjum hjartað er,“ segir Klara Bjartmarz. fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ. Hún hélt erindi á ráðstefnunni Konur og íþróttir.

11. mars 2024
Hanna Carla stýrir samræmingu svæðastöðva
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hafa ráðið Hönnu Hönnu Cörlu Jóhannsdóttur til að stýra innleiðingu og samræmingu á svæðastöðvum íþróttahéraða.

07. mars 2024
Horfðu á ráðstefnuna í beinni útsendingu
Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir miðum á ráðstefnuna Konur og íþróttir, forysta og framtíð, sem fram fer í fyrramálið í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Nú er svo komið að allir miðar eru búnir og uppselt á staðinn.

06. mars 2024
Hvar eru karlarnir?
Afar fáir karlar eru skráðir til þátttöku á ráðstefnu sem fjallar um konur í íþróttum, stjórnum félaga og í starfi íþróttafélaga. Aðeins 15 karlar eru skráðir. Á sama tíma eru yfir hundrað konur skráðar til þátttöku.

04. mars 2024
Íþróttahreyfingin undirbýr 16 ný störf
Sextán störf á nýjum svæðastöðvum íþróttahreyfingarinnar verða auglýst á næstu dögum. Fólk sem sæti á í undirbúningshópi segja vinnu með grasrótinni skipta miklu máli.