Öllum flokkum

05. ágúst 2017
„Aðrir að koma til hjálpar án þess að telja það eftir sér“
„Við skulum halda í ungmennafélagsandann eina og sanna, ræktun lýðs og lands. Það er svo mikilvægt að setja sér markmið og vinna saman, ekki bara í íþróttum heldur lífinu öllu,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands., við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum.

05. ágúst 2017
Ívar Ingimarsson dæmir á Unglingalandsmóti
Mikill fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum. Þar á meðal eru þeir Ívar Ingimarsson og Guðgeir Sigurjónsson, leikmaður Hattar á Egilsstöðum. Það er gaman að fá svona reynslubolta sem sjálfboðaliða á Unglingalandsmót UMFÍ.

05. ágúst 2017
Lögreglan hefur ekkert að gera á Egilsstöðum
Gestir og þátttakendur Unglingalandsmóts UMFÍ eru til fyrirmyndar. Lögreglan hefur ekki orðið vör við nein vandræði. Ekki hefur verið vart við ölvun, enginn hefur verið handtekinn, enginn gist fangageymslur og enginn til vandræða.

05. ágúst 2017
Elva Dögg í fyrsta sæti í skotfimi
Elva Dögg Ingvarsdóttir bar sigur úr býtum í keppni í skotfimi á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum í gær. Elva Dögg er 15 ára og næstyngsti keppandinn í skotfimi af þeim sex sem þátt tóku í greininni. Elva Dögg er lengst til vinstri á myndinni.

05. ágúst 2017
Keppt í bogfimi í dag
Keppt verður í bogfimi í reiðhöllinni á Iðavöllum í dag, laugardag, á milli klukkan 16:00 til 18:00. Keppendur í bogfimi þurfa að mæta með sinn eigin boga. Á morgun, sunnudaginn 6. ágúst, verður svo kennsla á milli klukkan 13:00 til 16:00 við Skattstofuna gegnt Egilsstaðastofu.

05. ágúst 2017
Góður laugardagur framundan
Laugardagurinn 5. ágúst byrjar vel. Dagurinn hefst með hláturjóga og morgunsprelli á tjaldsvæði mótsgesta og keppenda. Síðan hefst keppni í mörgum greinum. Best er að fylgjast með breytingum á dagskrá á upplýsingarsíðu Unglingalandsmóts UMFÍ.

05. ágúst 2017
Ráðherra hrósar UMFÍ
„Hjá mörgum fjölskyldum um land allt er landsmótið orðið að ómsissandi viðburði á hverju ári. Það er jákvætt því slík samvera treystir fjölskyldubönd,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum.

04. ágúst 2017
Mótsgestir kæla sig í Eyvindará
Það er gott að geta kælt sig niður. Það kunna þátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ. Þegar nokkrir keppendur luku leikjum sínum í knattspyrnu og körfuknattleik í dag fóru þau í Selskóg og kældu sig niður með því að hoppa í Eyvindará.

04. ágúst 2017
Veigar fór völlinn á 86 höggum
Þóra Björg Yngvadóttir úr HSK, Brimar Jörvi Guðmundsson úr UMSE, Veigar Heiðarsson úr UMSE og Gunnar Einarsson, UÍA, urðu í fyrstu sætum í sínum aldursflokkum í keppni í golfi á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum í gær.