Öllum flokkum
02. febrúar 2018
Opið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ
Nú er búið að opna yfir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknir á þar til gerðu eyðublaði þurfa að berast fyrir 1. apríl næstkomandi en úthlutun úr sjóðnum fer fram sem næst 1. maí.
02. febrúar 2018
Nú er hægt að sækja um styrki í Umhverfissjóð UMFÍ
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Umhverfissjóð UMFÍ. Sjóðurinn styrkir umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Umsóknir skulu berast á þar til gerðum umsóknareyðublöðum fyrir 15. apríl ár hvert.
01. febrúar 2018
Viðbragðsáætlun vakni grunur um brot innan félags
Kynferðisbrot líðast ekki innan félagasamtaka Æskulýðsvettvangsins. Allar tilkynningar um kynferðisbrot skal taka alvarlega og er óheimilt að afgreiða ætluð kynferðisbrot innan aðildarfélaga. Viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins hefur nú verið gefin út fyrir félagasamtök sem að honum standa.
31. janúar 2018
Viltu koma í partý?
Nú líður senn að 3ja umræðupartýi UMFÍ. Viðbuðurinn fer fram föstudaginn 2. febrúar í Egilshöllinni, Grafarvogi. En hvað er umræðupartý? Smelltu og lestu allt um viðburðinn hér.
30. janúar 2018
Árborg og Hafnarfjörður skilyrða félög til að setja sér siðareglur og fræða
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, skorar á sveitarfélög landsins að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og félagasamtaka sem bjóða upp á frístundaiðkun fyrir börn og unglinga.
29. janúar 2018
Allir verða að upplifa Laugar í Sælingsdal
Nemendur í 9. bekk í Varmahlíðarskóla í Skagafirði fóru í fyrsta sinn í byrjun október 2017 í heila viku í Ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum í Sælingsdal. Aðstoðarskólastjórinn segir krakkana í skýjunum eftir dvölina og er búinn að panta pláss aftur á næsta ári.
24. janúar 2018
Ungmennafélagið Fjölnir vinnur með UMFÍ og ÍSÍ að því að útiloka ofbeldi
Aðalstjórn Ungmennafélagsins Fjölnis ákvað á fundi sínum 18. janúar 2018 að lýsa yfir vilja félagsins sem stærsta íþrótta- og ungmennafélag landsins, til samstarfs við ÍSÍ, UMFÍ og ráðuneyti íþróttamála við að tryggja sem best ofbeldislausa íþróttaiðkun fyrir alla.
24. janúar 2018
Engar breytingar á Ungmennabúðum UMFÍ þrátt fyrir sölu á Laugum
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt tilboð félagsins Arnarlóns í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. UMFÍ hefur starfrækt Ungmenna- og tómustundabúðir að Laugum frá árinu 2005. UMFÍ er með samning við Dalabyggð til 2019 um rekstur búðanna. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á samningnum.
23. janúar 2018
Fleiri íþróttakonur eiga eftir að segja sögu sína
„Ég upplifi heilmikil og sterk viðbrögð frá íþróttahreyfingunni, sérsamböndum og fleirum. Þetta er bylting,“ segir Anna Soffía Víkingsdóttir um #metoo, Verklagsreglur, siðareglur og leiðir fyrir fórnarlömb ofbeldis þurfa að vera skýrari innan íþróttafélaganna, að hennar mati.