Öllum flokkum
03. júlí 2018
Skráning hafin á Unglingalandsmót UMFÍ
Opnað hefur verið fyrir skráningu á hið árlega Unglingalandsmót UMFÍ sem verður samkvæmt venju um verslunarmannahelgina. Mótið verður að þessu sinni spottakorn frá höfuðborginni, í Þorlákshöfn dagana 2. – 5. ágúst.
02. júlí 2018
Mikill áhugi á bogfimi og ringó á Króknum
„Þetta var alveg meiriháttar. Heilu fjölskyldurnar voru áhugasamar um allar greinarnar á Landsmótinu og svo var stanslaus röð af fólki í bogfimi og ringó hjá okkur. Það besta var að um leið og við hófum leikinn braust sólin fram,“ segir Pálína Ósk Hraundal, verkefnastjóri Landsmótsins á Sauðárkróki.
30. júní 2018
Þú getur spilað strandblak við ömmu þína
„Mér finnst samsetning Landsmótsins mjög spennandi og skemmtileg. Ef þú ert rosa góður í fótbolta getur þú keppt í honum, en þú getur líka komið og fengið kennslu ef þú vilt prófa eitthvað sem þú hefur ekki fengið tækifæri til að prófa áður,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
27. júní 2018
Fræddust um fjölbreytta hreyfingu í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var haldinn á Selfossi dagana 12-16. júni. Alls voru 44 frískir krakkar á aldrinum 11-14 ára sem kláruðu skólann. Skólinn heppnaðist mjög vel og fóru krakkarnir ánægðir heim. Flest börnin komu frá HSK svæðinu en einnig voru krakkar úr Hafnafirði, Reykjavík, Vík og Blönduósi.
25. júní 2018
Sigríður segir allt að verða klárt fyrir Landsmótið á Sauðárkróki
„Við vorum að taka nýja gervigrasið á fótboltavellinum í notkun og erum að gera fleira klárt,“ segir Sigríður Svavarsdóttir, formaður framkvæmdanefndar Landsmótsins sem vinnur að því þessa dagana að undirbúa Landsmótið á Sauðárkróki 12. - 15. júlí.
22. júní 2018
UMFÍ veitti Andreu og Ingu Rakel verðlaun
Þær Andrea Dögg Kjartansdóttir og Inga Rakel Ísaksdóttir sem eru að útskrifast úr íþróttakennara- og íþróttafræðinámi á Laugarvatni hlutu sérstök verðlaun frá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) í kvöld. Þær eru í síðasta árganginum sem útskrifast sem íþrótta- og heilsufræðingar frá Laugarvatni.
21. júní 2018
Garðar er verkefnastjóri Unglingalandsmótsins í Þorlákshöfn
„Við erum klár fyrir Unglingalandsmót í Þorlákshöfn og erum að ljúka við skipulagningu skemmtidagskrárinnar,“ segir íþróttafræðingurinn Garðar Geirfinnsson, sem nýverið tók til starfa sem verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina.
21. júní 2018
Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ
Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknarfrestur er til 1. október nk.
20. júní 2018
Segir biathlon geta nýst til að hvetja til hreyfingar
„Við ætlum að nýta biathlon til að hvetja ákveðna hópa til hreyfingar. Greinin höfðar sérstaklega vel til unglinga. Hún býður nefnilega upp á svo margt. Það má sem dæmi blanda þar saman fjallahjólreiðum og skotfimi,“ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK).