Fara á efnissvæði

Upplýsingar um liðsskráningar

Til þess að finna liðið þitt byrjar þú á að smella á íþróttagrein og næst aldursflokk. Þar inni er hægt að velja um umferðir - stöðu eða lið til þess að sjá nánari upplýsingar um lið, liðsfélaga, tíma- og staðsetningar leikja.

Á mótinu er leikið eftir svokölluðu Monrad kerfi. Kerfið gengur út á sjálfvirka geturöðun. Í fyrstu umferð er liðum raðað saman handahófskennt og spila lið tiltekinn fjölda leikja á hverju móti.

Opna liðsskráningu


Aldurs- og kynjaflokkar

11 - 12 ára strákar. 
13 - 14 ára strákar. 
15 - 16 ára strákar.  
17 - 18 ára strákar.
  
11 - 12 ára stelpur. 
13 - 14 ára stelpur. 
15 - 16 ára stelpur 
17 - 18 ára stelpur  

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur

Allir leikir eru spilaðir á eina körfu (3:3)
Leiktími er 1x10 mín. 
Leikir hefjast á 15 mín. fresti
Frjálsar innáskiptingar. 
Leikmaður sem fær 3 villur í sama leik er útilokaður frá leiknum.

Fjöldi leikmanna inná

  • Heildarfjöldi í hverjum leikmannahópi er ótakmarkaður en 5 leikmenn fá verðlaun.
  • Hver leikmaður má einungis leika með einu liði. 
  • Sé lið uppvíst að spila með ólöglegan leikmann tapar liðið viðkomandi leik 20 - 0 og getur viðkomandi lið og leikmaður ekki unnið til verðlauna.
  • Ef lið mætir ekki til leiks innan fimm mínútna þá tapast leikurinn 20-0.
  • Allir leikir hefjast á sama tíma, þ.e. á 15 mín. fresti.
  • Ef leikur hefst eftir að klukka er sett af stað, styttist leikurinn sem því nemur.

Monrad kerfi
Á mótinu er leikið eftir svokölluðu Monrad kerfi. 
Kefið gengur út á sjálfvirka geturöðun. Í fyrstu umferð er liðum raðað saman handahófskennt og spila lið tiltekinn fjölda leikja á hverju móti. 

Leikið er eftir reglum Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ).