Fara á efnissvæði

Keppnisgreinar

Grasblak

...ha! blak á grasi?

Upplýsingar um liðsskráningar

Til þess að finna liðið þitt byrjar þú á að smella á íþróttagrein og næst aldursflokk. Þar inni er hægt að velja um umferðir - stöðu eða lið til þess að sjá nánari upplýsingar um lið, liðsfélaga, tíma- og staðsetningar leikja.

Á mótinu er leikið eftir svokölluðu Monrad kerfi. Kerfið gengur út á sjálfvirka geturöðun. Í fyrstu umferð er liðum raðað saman handahófskennt og spila lið tiltekinn fjölda leikja á hverju móti.

Opna liðsskráningu


Aldurs- og kynjaflokkar

11 - 12 ára strákar. 
13 - 14 ára strákar. 
15 - 16 ára strákar. 
17 - 18 ára strákar. 
11 - 12 ára stelpur. 
13 - 14 ára stelpur. 
15 - 16 ára stelpur. 
17 - 18 ára stelpur. 

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur

Allir leikir eru 1 x 10 mín. Hraðaskipting eftir 5 mín.
Lengd leikja gæti þó verið endurskoðuð eftir þátttöku. 
Ef liðin eru jöfn eftir 10 mín. þá er spilað úrslitastig. 
Ef lið mætir ekki til leiks innan þriggja mínútna þá tapast leikurinn 10-0.
Mæti hvorugt lið til leiks er kastað upp á það hvort liðið vinnur og hvort tapar. 
Hvert lið má vera skipað fjórum leikmönnum en aðeins 2 eru inn á í einu. 

Monrad kerfi
Á mótinu er leikið eftir svokölluðu Monrad kerfi. 
Kefið gengur út á sjálfvirka geturöðun. 
Í fyrstu umferð er liðum raðað saman handahófskennt og spila lið tiltekinn fjölda leikja á hverju móti.