Fara á efnissvæði

Keppnisgreinar

Golf

Hamarsvöllur. Fimmtudagur kl. 17:00-22:00

Rástímar og úrslit

Smelltu HÉR til þess að skoða ráslista og tíma. 

Úrslit birtast HÉR. 

 

Aldurs- og kynjaflokkar

  • 11 - 13 ára strákar (48). 9 holur.
  • 14 - 15 ára strákar (53). 18 holur.
  • 16 - 18 ára strákar (53). 18 holur.
  • 11 - 13 ára stelpur (48). 9 holur.
  • 14 - 15 ára stelpur (48). 18 holur.
  • 16 - 18 ára stelpur (48). 18 holur.

 

Keppnisfyrirkomulag

  • 11 - 13 ára strákar, punktakeppni með forgjöf
  • 14 - 15 ára strákar, punktakeppni með forgjöf
  • 16 - 18 ára strákar, höggleikur án forgjafar
  • 11 - 13 ára stelpur, punktakeppni með forgjöf
  • 14 - 15 ára stelpur, punktakeppni með forgjöf
  • 16 - 18 ára stelpur, höggleikur án forgjafar

 

Reglur

Mæting er í golfskálann a.m.k. hálftíma fyrir auglýstan rástíma (sem ætti að koma á netið um 21:00 kvöldið fyrir keppni.

Ef keppendur eru jafnir í verðlaunasæti þá yrði 1. holan leikin aftur í bráðabana. Þar til úrslit ráðast. 
Almennir keppnisskilmálar GSÍ gilda á mótinu. 

Flokkar 14 - 15 ára og 13 ára og yngri
Kylfuberar eru heimilir, sbr. 8. lið almennra keppnisskilmála GSÍ og golfreglu 6-4. 

Kylfuberi má einungis bera/draga útbúnað leikmanns og veita honum ráð samkvæmt golfreglum.

Önnur afskipti algjörlega óheimil. 

Kylfuberi skal aldrei hafa orð fyrir keppanda og skal halda öllum samskiptum við aðra keppendur í algjöru lágmarki. 

Kylfuberi og leikmaður hans geta að sjálfsögðu ráðfært sig hvor við annan um einstök atvik í ráshópnum á hófstilltan og lítið áberandi hátt, en það er ávallt kylfingur sem tjáir sig við aðra keppendur. 

Höfum það hugfast að golfleikur krefst mikillar einbeitingar og að minnsta áreiti getur komið keppanda úr jafnvægi. 

Brot á framangreindu geta leitt til brottvikningar kylfubera eftir aðvörun dómar. 

Brot á þessum reglum eru víti.