Landsmót 50+

06. júní 2024
Líf og fjör á landsmóti í Vogum
Einbeiting og gleðin skein úr augum keppenda í boccia, sem var fyrsta greinin sem blásið var til á Landsmóti UMFÍ 50+ í Vogum í dag. Mótið stendur yfir alla helgina. Keppt verður í 20 íþróttagreinum og fjölda opinna greina fyrir 18 ára og eldri.

03. júní 2024
Senn lokar fyrir skráningu liða á landsmót
Opið er fyrir skráningu í greinar á Landsmót UMFÍ 50+ í Vogum til klukkan 16:00 í dag. Fólk getur tekið þátt í fjölmörgum opnum greinum mótsins og enn hægt að bæta við í einstaklingsgreinar.

03. júní 2024
Mikil ásókn í boccia
Petra Ruth, formaður Þróttar Vogum, segir mikla stemningu fyrir Landsmóti UMFÍ 50+. Mikil ásókn er í boccia. Íþróttahúsið rúmar aðeins 32 lið og þurfti að fjölga mótsdögum.

30. maí 2024
Synir Rúna Júl segja sögurnar á bak við lögin
„Við spilum tónlist af Suðurnesjunum og segja sögurnar á bak við lögin,“ segir Baldur Þórir Guðmundsson sem kemur fram með bróður sínum á matar- og skemmtikvöldinu á Landsmóti UMFÍ 50+ í Vogum.

30. maí 2024
Blue Car Rental bakhjarl Landsmóts UMFÍ 50+
„Styrkur við mótið markar tímamót því þetta er í fyrsta skiptið sem við styrkjum viðburð í Vogunum,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Blue Car Rental. Fyrirtækið er einn af styrktaraðilum Landsmóts UMFÍ 50+.

22. maí 2024
Mótsgestir fá sértilboð í gistingu
Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. - 9. júní næstkomandi. Hótel Vellir í Hafnarfirði bjóða mótsgestum upp á tilboð á sérkjörum. Stutt er í aðra gistingu í Vogum.

21. maí 2024
Eldhress Skinfaxi kominn út!
Nýjasta tölublað Skinfaxa er komið út. Þema blaðsins er heilsuefling fólks yfir miðjum aldri. Eldri borgarar hjá Hamri í Hveragerði eru heimsóttir, rætt við Flemming Jessenum Landsmót UMFÍ 50+ og Ásmund Einar um svæðastöðvar og farsældarlög.

20. maí 2024
„Hlaupin gefa mér mikið“
Hugrún Árnadóttir er á meðal elstu meðlima í skokkhópi Hauka í Hafnarfirði. Hún var tæplega sextug þegar hún byrjaði að hlaupa. Hugrún segir hlaupin hafa gefið sér mikið. Hún ræðir um þau í nýjasta tölublaði Skinfaxa.

14. maí 2024
Nú geturðu skráð þig á Landsmót UMFÍ 50+
Nú er búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+. Mótið fer fram í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. – 9. júní í samstarfi við Þrótt Vogum og Sveitarfélagið Voga. Þú getur skráð þig hér.