Fara á efnissvæði
30. júlí 2022

Strandblak verður í allan dag - strandhandbolti á morgun

Breyting er á áður auglýstri dagskrá. Vegna gríðarlegrar góðrar skráningar í strandblak verður keppni í greininni í allan dag.

81 lið er skráð til leiks í strandblaki og spila þau 180 leiki.

Í áður auglýstri dagskrá átti strandblak að vera til klukkan 14:00.

Keppni í strandhandbolta færist því yfir á sunnudag og verður keppt í greininni frá klukkan 8:15 til 18:00.

Í strandhandbolta eru skráð 49 lið til leiks og verða spilaðir 109 leikir.